Lífið

Robbie í góðu formi

Robbie Williams og Clare Staples sjást hér í sinni reglulegu kraftgöngu.
Robbie Williams og Clare Staples sjást hér í sinni reglulegu kraftgöngu.

Söngvarinn Robbie Williams þykir sjaldan eða aldrei hafa litið betur út og er að sögn kunnugra í sínu besta formi. Ástæðan fyrir bættu heilsufari söngvarans mun fyrst og fremst vera nýja kærastan, Clare Staples, sem ku sjá til þess að Robbie passi upp á mataræðið, hreyfi sig reglulega og smakki ekki dropa af áfengi.

Í fyrsta sinn hafa nú náðst mynd af parinu á opinberum vettvangi. Það er kannski vel við hæfi að þær hafi verið teknar þar sem þau skötuhjú voru í miðri kraftgöngu á götum Los Angeles. Robbie og Clare hafa verið saman í hálft ár.

Þess má geta að til að komast yfir áfengissýki sína á síðasta ári fór hann í meðferð hjá einum fremsta dáleiðara heims, Paul McKenna. Clare hans Robbie er fyrrverandi unnusta McKenna til fimm ára. Robbie er nú hættur að hitta dáleiðarann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.