Magnús Scheving leggur búningi Íþróttaálfsins 15. ágúst 2007 00:45 Magnús Scheving er smátt og smátt að draga sig út úr hlutverki Íþróttaálfsins og ætlar að einbeita sér meira að fyrirtækjarekstri Latabæjar. MYND/GVA „Nei, ég er kannski ekki hættur en ég á eftir að gera minna af því að fara í einkennisbúning Íþróttaálfsins,“ segir Magnús Scheving, forstjóri Latabæjar. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Magnús væri að hætta að leika Íþróttaálfinn, eða Sportacus eins og hann heitir á ensku. Magnús hefur klæðst búningnum í fjórtán ár en hann segir sinn tíma ekki alveg vera kominn þótt eflaust verði eitthvað minna gert af því að fara í splitt á sviðinu eða taka armbeygjur á fingri annarar handar. Frá því að Latabæjar-hugmyndin kviknaði fyrir sextán árum hefur Magnús verið á þönum um allan heim við að kynna heilsusamlegt líferni og holla hreyfingu fyrir börn. Íþróttálfurinn birtist síðan fyrst í bókaformi en þaðan fór boðskapurinn á svið þar sem Magnús hoppaði og skoppaði eins og óður væri. Vörmerkið varð síðan til fyrir alvöru þegar fyrstu sjónvarpsþættirnir voru sýndir en þeir hafa farið sigurför um heiminn og eru nú sýndir í yfir hundrað löndum. „Núna erum við hins vegar að leggja meiri áherslu á „lifandi“ sýningar og það eru því fimmtán nýir Sportacusar sem eru að æfa sig fyrir hlutverkið,“ segir Magnús. Af sem áður var því fyrir rétt um ári síðan voru Magnús og Sportacus sem einn maður. Enda viðurkennir Magnús að það sé óneitanlega skrýtið að sjá einhverja aðra reyna fyrir sér í þessu hlutverki. „Þetta er eins og sleppa hendinni af barninu sínu,“ útskýrir Magnús „Núna get ég hins vegar sinnt þessum fyrirtækjarekstri betur enda hefur það alltaf verið mjög erfitt fyrir fólk útí heimi að skilgreina mig: Er ég Magnús Scheving viðskipamaður eða Magnús Scheving Íþróttaálfur.“ Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hefur lengi staðið til að Magnús og sjónvarpskokkurinn heimsfrægi,Jamie Oliver, myndu hittast og bera saman bækur sínar. Magnús upplýsir að þeir hafi átt að eiga fund í síðustu viku en það hafi frestast sökum anna Oliver. „Við stefnum á að hittast í næstu viku og þá vonandi skýrist hvort af þessu verður,“ segir Magnús. Ekki var á honum öðru að heyra en að hann væri hóflega bjartsýnn á að þetta samstarf gæti orðið að veruleika. Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
„Nei, ég er kannski ekki hættur en ég á eftir að gera minna af því að fara í einkennisbúning Íþróttaálfsins,“ segir Magnús Scheving, forstjóri Latabæjar. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Magnús væri að hætta að leika Íþróttaálfinn, eða Sportacus eins og hann heitir á ensku. Magnús hefur klæðst búningnum í fjórtán ár en hann segir sinn tíma ekki alveg vera kominn þótt eflaust verði eitthvað minna gert af því að fara í splitt á sviðinu eða taka armbeygjur á fingri annarar handar. Frá því að Latabæjar-hugmyndin kviknaði fyrir sextán árum hefur Magnús verið á þönum um allan heim við að kynna heilsusamlegt líferni og holla hreyfingu fyrir börn. Íþróttálfurinn birtist síðan fyrst í bókaformi en þaðan fór boðskapurinn á svið þar sem Magnús hoppaði og skoppaði eins og óður væri. Vörmerkið varð síðan til fyrir alvöru þegar fyrstu sjónvarpsþættirnir voru sýndir en þeir hafa farið sigurför um heiminn og eru nú sýndir í yfir hundrað löndum. „Núna erum við hins vegar að leggja meiri áherslu á „lifandi“ sýningar og það eru því fimmtán nýir Sportacusar sem eru að æfa sig fyrir hlutverkið,“ segir Magnús. Af sem áður var því fyrir rétt um ári síðan voru Magnús og Sportacus sem einn maður. Enda viðurkennir Magnús að það sé óneitanlega skrýtið að sjá einhverja aðra reyna fyrir sér í þessu hlutverki. „Þetta er eins og sleppa hendinni af barninu sínu,“ útskýrir Magnús „Núna get ég hins vegar sinnt þessum fyrirtækjarekstri betur enda hefur það alltaf verið mjög erfitt fyrir fólk útí heimi að skilgreina mig: Er ég Magnús Scheving viðskipamaður eða Magnús Scheving Íþróttaálfur.“ Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hefur lengi staðið til að Magnús og sjónvarpskokkurinn heimsfrægi,Jamie Oliver, myndu hittast og bera saman bækur sínar. Magnús upplýsir að þeir hafi átt að eiga fund í síðustu viku en það hafi frestast sökum anna Oliver. „Við stefnum á að hittast í næstu viku og þá vonandi skýrist hvort af þessu verður,“ segir Magnús. Ekki var á honum öðru að heyra en að hann væri hóflega bjartsýnn á að þetta samstarf gæti orðið að veruleika.
Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira