Magnús Scheving leggur búningi Íþróttaálfsins 15. ágúst 2007 00:45 Magnús Scheving er smátt og smátt að draga sig út úr hlutverki Íþróttaálfsins og ætlar að einbeita sér meira að fyrirtækjarekstri Latabæjar. MYND/GVA „Nei, ég er kannski ekki hættur en ég á eftir að gera minna af því að fara í einkennisbúning Íþróttaálfsins,“ segir Magnús Scheving, forstjóri Latabæjar. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Magnús væri að hætta að leika Íþróttaálfinn, eða Sportacus eins og hann heitir á ensku. Magnús hefur klæðst búningnum í fjórtán ár en hann segir sinn tíma ekki alveg vera kominn þótt eflaust verði eitthvað minna gert af því að fara í splitt á sviðinu eða taka armbeygjur á fingri annarar handar. Frá því að Latabæjar-hugmyndin kviknaði fyrir sextán árum hefur Magnús verið á þönum um allan heim við að kynna heilsusamlegt líferni og holla hreyfingu fyrir börn. Íþróttálfurinn birtist síðan fyrst í bókaformi en þaðan fór boðskapurinn á svið þar sem Magnús hoppaði og skoppaði eins og óður væri. Vörmerkið varð síðan til fyrir alvöru þegar fyrstu sjónvarpsþættirnir voru sýndir en þeir hafa farið sigurför um heiminn og eru nú sýndir í yfir hundrað löndum. „Núna erum við hins vegar að leggja meiri áherslu á „lifandi“ sýningar og það eru því fimmtán nýir Sportacusar sem eru að æfa sig fyrir hlutverkið,“ segir Magnús. Af sem áður var því fyrir rétt um ári síðan voru Magnús og Sportacus sem einn maður. Enda viðurkennir Magnús að það sé óneitanlega skrýtið að sjá einhverja aðra reyna fyrir sér í þessu hlutverki. „Þetta er eins og sleppa hendinni af barninu sínu,“ útskýrir Magnús „Núna get ég hins vegar sinnt þessum fyrirtækjarekstri betur enda hefur það alltaf verið mjög erfitt fyrir fólk útí heimi að skilgreina mig: Er ég Magnús Scheving viðskipamaður eða Magnús Scheving Íþróttaálfur.“ Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hefur lengi staðið til að Magnús og sjónvarpskokkurinn heimsfrægi,Jamie Oliver, myndu hittast og bera saman bækur sínar. Magnús upplýsir að þeir hafi átt að eiga fund í síðustu viku en það hafi frestast sökum anna Oliver. „Við stefnum á að hittast í næstu viku og þá vonandi skýrist hvort af þessu verður,“ segir Magnús. Ekki var á honum öðru að heyra en að hann væri hóflega bjartsýnn á að þetta samstarf gæti orðið að veruleika. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
„Nei, ég er kannski ekki hættur en ég á eftir að gera minna af því að fara í einkennisbúning Íþróttaálfsins,“ segir Magnús Scheving, forstjóri Latabæjar. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Magnús væri að hætta að leika Íþróttaálfinn, eða Sportacus eins og hann heitir á ensku. Magnús hefur klæðst búningnum í fjórtán ár en hann segir sinn tíma ekki alveg vera kominn þótt eflaust verði eitthvað minna gert af því að fara í splitt á sviðinu eða taka armbeygjur á fingri annarar handar. Frá því að Latabæjar-hugmyndin kviknaði fyrir sextán árum hefur Magnús verið á þönum um allan heim við að kynna heilsusamlegt líferni og holla hreyfingu fyrir börn. Íþróttálfurinn birtist síðan fyrst í bókaformi en þaðan fór boðskapurinn á svið þar sem Magnús hoppaði og skoppaði eins og óður væri. Vörmerkið varð síðan til fyrir alvöru þegar fyrstu sjónvarpsþættirnir voru sýndir en þeir hafa farið sigurför um heiminn og eru nú sýndir í yfir hundrað löndum. „Núna erum við hins vegar að leggja meiri áherslu á „lifandi“ sýningar og það eru því fimmtán nýir Sportacusar sem eru að æfa sig fyrir hlutverkið,“ segir Magnús. Af sem áður var því fyrir rétt um ári síðan voru Magnús og Sportacus sem einn maður. Enda viðurkennir Magnús að það sé óneitanlega skrýtið að sjá einhverja aðra reyna fyrir sér í þessu hlutverki. „Þetta er eins og sleppa hendinni af barninu sínu,“ útskýrir Magnús „Núna get ég hins vegar sinnt þessum fyrirtækjarekstri betur enda hefur það alltaf verið mjög erfitt fyrir fólk útí heimi að skilgreina mig: Er ég Magnús Scheving viðskipamaður eða Magnús Scheving Íþróttaálfur.“ Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hefur lengi staðið til að Magnús og sjónvarpskokkurinn heimsfrægi,Jamie Oliver, myndu hittast og bera saman bækur sínar. Magnús upplýsir að þeir hafi átt að eiga fund í síðustu viku en það hafi frestast sökum anna Oliver. „Við stefnum á að hittast í næstu viku og þá vonandi skýrist hvort af þessu verður,“ segir Magnús. Ekki var á honum öðru að heyra en að hann væri hóflega bjartsýnn á að þetta samstarf gæti orðið að veruleika.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira