Topshop sakað um þrælahald 14. ágúst 2007 04:45 Hér er auðkýfingurinn ásamt Kate Moss en lína hennar fyrir Topshop er einnig framleidd í verksmiðjunum í Asíu. NordicPhotos/GettyImages Harðar ásakanir á hendur Topshop eru settar fram í breska blaðinu The Sunday Times. Tískuföt fyrirtækisins eru sögð framleidd í þrælakistum. Philip Green, eigandi Topshop, segist taka ásakanirnar alvarlega. Tískufötin í Topshop eru framleidd í þrælaverksmiðjum í Máritíus samkvæmt grein í Sunday Times. Þar er meðal annars rætt við starfsfólk verksmiðjanna sem lýsir ástandinu sem afar slæmu. Hundruð manns frá Srí Lanka, Indlandi og Bangladess starfa í verksmiðjunum sem framleiða flíkur fyrir fyrirtækið Arcadia sem auk Topshop á búðir eins og Dorothy Perkins, Miss Selfridge, Burton, Evans og Topman. Eigandi fyrirtækisins er Sir Philip Green sem er einn ríkasti maður Bretlands. Fyrirtækið Arcadia sem á meðal annars Topshop hefur verið sakað um að framleiða flíkurnar í þrælaverksmiðjum. Verksmiðjufólkið fær í sumum tilfellum minna en 25 krónur á tímann, tæpar 4.000 krónur á mánuði. Þau eru látin búa í þröngum fjölbýlum, vinna tólf tíma á dag, sex daga vikunnar, og eru rekin ef þau vinna ekki nógu hratt. „Það er mikil pressa á okkur að ná settum vinnumarkmiðum. Ef við náum ekki að framleiða fimmtíu flíkur á klukkutíma erum við rekin," sagði ein konan. Jane Shepherdson var lengi í ábyrgðarstöðu hjá Topshop en hætti í fyrra. Hún lét þá þau orð falla að fólk gæti ekki keypt ódýr föt án þess að athuga hvernig aðstæðurnar í verksmiðjum væru. Arcadia er eitt af fáum fyrirtækjum í þessum geira í Bretlandi sem hefur ekki skrifað undir sérstaka samþykkt sem tryggir lágmarksaðstæður í verksmiðjum. Á laugardaginn sagðist Green taka ásakanirnar alvarlega og að hann myndi athuga málið en sjálfur á hann ekki verksmiðjurnar heldur notar sjálfstætt reknar verksmiðjur sem framleiða föt eftir beiðni. Þó bætti hann því við að erfitt væri að fylgjast með aðstæðum í verksmiðjum sem hann ætti ekki sjálfur. „Ég sendi menn til að kanna verksmiðjurnar og aðstæður starfsfólksins. Ég get ekki staðið þarna sjálfur og talið hversu marga tíma fólk vinnur." Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Harðar ásakanir á hendur Topshop eru settar fram í breska blaðinu The Sunday Times. Tískuföt fyrirtækisins eru sögð framleidd í þrælakistum. Philip Green, eigandi Topshop, segist taka ásakanirnar alvarlega. Tískufötin í Topshop eru framleidd í þrælaverksmiðjum í Máritíus samkvæmt grein í Sunday Times. Þar er meðal annars rætt við starfsfólk verksmiðjanna sem lýsir ástandinu sem afar slæmu. Hundruð manns frá Srí Lanka, Indlandi og Bangladess starfa í verksmiðjunum sem framleiða flíkur fyrir fyrirtækið Arcadia sem auk Topshop á búðir eins og Dorothy Perkins, Miss Selfridge, Burton, Evans og Topman. Eigandi fyrirtækisins er Sir Philip Green sem er einn ríkasti maður Bretlands. Fyrirtækið Arcadia sem á meðal annars Topshop hefur verið sakað um að framleiða flíkurnar í þrælaverksmiðjum. Verksmiðjufólkið fær í sumum tilfellum minna en 25 krónur á tímann, tæpar 4.000 krónur á mánuði. Þau eru látin búa í þröngum fjölbýlum, vinna tólf tíma á dag, sex daga vikunnar, og eru rekin ef þau vinna ekki nógu hratt. „Það er mikil pressa á okkur að ná settum vinnumarkmiðum. Ef við náum ekki að framleiða fimmtíu flíkur á klukkutíma erum við rekin," sagði ein konan. Jane Shepherdson var lengi í ábyrgðarstöðu hjá Topshop en hætti í fyrra. Hún lét þá þau orð falla að fólk gæti ekki keypt ódýr föt án þess að athuga hvernig aðstæðurnar í verksmiðjum væru. Arcadia er eitt af fáum fyrirtækjum í þessum geira í Bretlandi sem hefur ekki skrifað undir sérstaka samþykkt sem tryggir lágmarksaðstæður í verksmiðjum. Á laugardaginn sagðist Green taka ásakanirnar alvarlega og að hann myndi athuga málið en sjálfur á hann ekki verksmiðjurnar heldur notar sjálfstætt reknar verksmiðjur sem framleiða föt eftir beiðni. Þó bætti hann því við að erfitt væri að fylgjast með aðstæðum í verksmiðjum sem hann ætti ekki sjálfur. „Ég sendi menn til að kanna verksmiðjurnar og aðstæður starfsfólksins. Ég get ekki staðið þarna sjálfur og talið hversu marga tíma fólk vinnur."
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira