Lífið

Áhætta í Eiffel-turni

Jackie Chan ásamt mótleikara sínum Chris Tucker í Rush Hour 2.
Jackie Chan ásamt mótleikara sínum Chris Tucker í Rush Hour 2.
Hasarmyndaleikarinn Jackie Chan lék í öllum áhættuatriðum sínum í framhaldsmyndinni Rush Hour 3 sem er á leiðinni í kvikmyndahús. Chan, sem er 53 ára, segist síður en svo ætla að hætta að leika í slíkum atriðum.

„Ég lék í öllum áhættuatriðunum mínum, meira að segja í atriði þar sem var slegist á toppi Eiffel-turnsins,“ sagði Chan. „Í því atriði voru engar sprengingar eða skotárásir heldur einfaldlega einn besti áhættuleikarahópur í heimi að sýna hvað hann gat. Ég á eftir að segja barnabörnunum mínum að þetta hafi ekki verið áhættuleikari sem sveif um Eiffel-turninn í hávaðaroki.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.