Lífið

White Stripes-erfingi

Eiginkona tónlistarmannsins Jack White  eignaðist annað barn þeirra hjóna á dögunum.
Eiginkona tónlistarmannsins Jack White eignaðist annað barn þeirra hjóna á dögunum.
Eiginkona Jack White, söngvara The White Stripes, fæddi dreng á þriðjudaginn en þetta er annað barn þeirra hjóna. „Nýju barni og móður heilsast vel og eru heilbrigð og hamingjusöm,“ sagði talskonan Chloé Walsh í tilkynningu. Fyrir eiga þau Karen Elson og Jack dótturina Scarlett Teresu White en hjónin kynntust við tökur á myndbandinu við lagið Blue Orchid. Þau giftu sig svo á kanó sem sigldi niður Amazon-fljótið árið 2005. Nýfæddur sonur þeirra hefur fengið nafnið Henry Lee White.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.