Skáru út mótorhjól úr tré 10. ágúst 2007 02:15 Mótorhjólið er hinn glæsilegasti gripur og á vafalaust eftir að vekja mikla athygli á handverkshátíðinni um helgina. „Við vildum gera eitthvað sem sýndi að við værum mestir og bestir. Og svo erum við náttúrulega allir léttruglaðir,“ segir Jón Adolf Steinólfsson, einn af sexmenningunum sem mynda tréskurðarhópinn Einstakir. Í tilefni af hátíðinni Uppskera og handverk sem hefst í Eyjafirði í dag hefur hópurinn skorið út mótorhjól í fullri stærð og segjast þeir félagar þar með hafa náð að toppa sýningargrip sinn frá því á hátíðinni í fyrra. Þá smíðuðu þeir fjögurra metra háa eftirlíkingu af Telecaster rafmagnsgítar, sem nú er til sýnis á Poppminjasafninu í Reykjanesbæ. „Okkur var ljóst að við yrðum að gera eitthvað ennþá flottara í ár til að geta staðið undir nafni. Ég á gamalt Ural-hjól með hliðarvagni líkt og Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni og fékk þá hugmynd að gera skera út eftirlíkingu af því. Við hófumst handa í október á síðasta ári og þetta hefur því verið gríðarlega vinna,“ segir Jón Adolf, en alls áætlar hann að yfir þrjú þúsund vinnustundir hafi farið í útskurðinn. „Við sáum fljótlega að hliðarvagninn yrði allt of mikið mál svo að við slepptum honum. Þetta var mjög tæpt á tímabili en síðasta mánuð höfum við verið að vinna í hjólinu á hverjum degi, frá kl. 7 á morgnana til kl. 22 á kvöldin. Og það hafðist,“ segir Jón Adolf, en hjólið var fullsmíðað á þriðjudag og verður sent til Eyjafjarðar í dag. Og þeir félagar eru þegar farnir að huga að því hvernig þeir geti toppað útskorna hjólið á næsta ári. „Það hefur verið rætt um að skera út bíl í fullri stærð en svo er einnig komin sú hugmynd að gera risastóran hamborgara og franskar. Það kemur allt í ljós síðar en það verður allavega eitthvað nógu stórt og magnað,“ sagði Jón Adolf og glotti. Handverkshátíðin verður sett á morgun í 15. sinn og í tilkynningu segir að bryddað verði upp á ýmsum nýjungum í ár. Fjölmargir fyrirlestrar verða í boði fyrir gesti og gangandi, auk tónleika, tískusýninga og ýmissa listsýninga. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
„Við vildum gera eitthvað sem sýndi að við værum mestir og bestir. Og svo erum við náttúrulega allir léttruglaðir,“ segir Jón Adolf Steinólfsson, einn af sexmenningunum sem mynda tréskurðarhópinn Einstakir. Í tilefni af hátíðinni Uppskera og handverk sem hefst í Eyjafirði í dag hefur hópurinn skorið út mótorhjól í fullri stærð og segjast þeir félagar þar með hafa náð að toppa sýningargrip sinn frá því á hátíðinni í fyrra. Þá smíðuðu þeir fjögurra metra háa eftirlíkingu af Telecaster rafmagnsgítar, sem nú er til sýnis á Poppminjasafninu í Reykjanesbæ. „Okkur var ljóst að við yrðum að gera eitthvað ennþá flottara í ár til að geta staðið undir nafni. Ég á gamalt Ural-hjól með hliðarvagni líkt og Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni og fékk þá hugmynd að gera skera út eftirlíkingu af því. Við hófumst handa í október á síðasta ári og þetta hefur því verið gríðarlega vinna,“ segir Jón Adolf, en alls áætlar hann að yfir þrjú þúsund vinnustundir hafi farið í útskurðinn. „Við sáum fljótlega að hliðarvagninn yrði allt of mikið mál svo að við slepptum honum. Þetta var mjög tæpt á tímabili en síðasta mánuð höfum við verið að vinna í hjólinu á hverjum degi, frá kl. 7 á morgnana til kl. 22 á kvöldin. Og það hafðist,“ segir Jón Adolf, en hjólið var fullsmíðað á þriðjudag og verður sent til Eyjafjarðar í dag. Og þeir félagar eru þegar farnir að huga að því hvernig þeir geti toppað útskorna hjólið á næsta ári. „Það hefur verið rætt um að skera út bíl í fullri stærð en svo er einnig komin sú hugmynd að gera risastóran hamborgara og franskar. Það kemur allt í ljós síðar en það verður allavega eitthvað nógu stórt og magnað,“ sagði Jón Adolf og glotti. Handverkshátíðin verður sett á morgun í 15. sinn og í tilkynningu segir að bryddað verði upp á ýmsum nýjungum í ár. Fjölmargir fyrirlestrar verða í boði fyrir gesti og gangandi, auk tónleika, tískusýninga og ýmissa listsýninga.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira