Íslenski boltinn

Skelfilegt gengi suður með sjó

Blikar hafa ekki unnið í Keflavík síðan 1983.
Blikar hafa ekki unnið í Keflavík síðan 1983.

Blikar sækja í kvöld Keflvíkinga heim í 12. umferð Landsbankadeildar karla en þeir hafa ekki sótt þrjú stig suður með sjó síðan 15. júní 1983 eða í rúmlega 24 ár.



Blikar unnu þá 2-0 sigur á Keflavík og mörkin skoruðu þeir Hákon Gunnarsson og Sigurður Grétarsson. Síðan hafa Blikar spilað níu leiki í efstu deild í Keflavík og aðra sex til viðbótar í Grindavík en aldrei náð að vinna.



Blikar hafa samtals fengið 3 stig út úr þessum 15 leikjum og markatalan er 11-35.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×