Lífið

Ég er ekki stjarna

Kate Moss er tíður gestur á slúðursíðum ensku götublaðanna.
Kate Moss er tíður gestur á slúðursíðum ensku götublaðanna.

Ofurfyrirsætan Kate Moss þolir illa að vera kölluð „stjarna" í daglegri umræðu og umfjöllun fjölmiðla og segist hún hreinlega hata orðið. „Ég er engin stjarna heldur vinn mína vinnu eins og hver annar," sagði Moss í samtali við Women´s Wear Daily-tímaritið.

„Fyrir mér er stjarna einhver sem gengur niður rauða dregilinn öllum stundum. Ég geri það ekki," segir Moss en ekki er langt síðan hennar eigin tískulína fór á sölu í verslunum Topshop. Þá er fyrirhugað að ilmur og hárvörur í hennar nafni fari á markað á næstu vikum. „Ég lít á sjálfa mig sem farsæla við­skiptakonu," segir Moss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.