Lífið

Bar Dóru Takefusa opnaður í kvöld

Bar Dóru Takefusa er til húsa á hliðargötu við Nörrebrogade í Kaupmannahöfn.
Bar Dóru Takefusa er til húsa á hliðargötu við Nörrebrogade í Kaupmannahöfn. Fréttablaðið/Hari

Dóra Takefusa, fyrrum sjónvarps- og athafnakona, opnar nýjan bar í Kaupmannahöfn í kvöld. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fluttist Dóra nýlega til Kaupmannahafnar ásamt kærasta sínum og dóttur sinni. Barinn hefur nú hlotið nafnið Jolene, sem væntanlega er sótt í frægt lag kántrístjörnunnar Dolly Parton. Hann mun opna klukkan átta í kvöld, samkvæmt tilkynningu sem ferðast nú manna á milli á netsamfélaginu Myspace.



Bar Dóru heitir Jolene, eins og frægt lag með Dolly Parton.

Að rekstrinum standa, auk Dóru, tónlistarmaðurinn Örn Tönsberg, kærasti hennar, og Dóra Dúna Sighvatsdóttir, að því er Fréttablaðið kemst næst.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Jolene ætlað að vera afslappaður hverfisbar, sem svipa mun mest til íslenska barsins Sirkus. Sá hefur löngum verið vinsæll hjá listafólki og öðrum sem iðulega eru kenndir við 101, og því ættu íslenskar listaspírur í Kaupmannahöfn að finna sér samastað þar á bæ.

Jolene er til húsa á Sorgenfrigade, hliðargötu við Nörrebrogade á Norðurbrú í Kaupmannahöfn.

Dóra vildi ekki tjá sig um barinn eða fyrirhugaða opnun í samtali við Fréttablaðið í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.