Sir Alex Ferguson var í sjöunda himni í dag eftir að hans menn náðu fimm stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og fóru langt með að tryggja sér meistaratitilinn. Það var ekki síst fyrir það að Bolton náði að hirða tvö stig af Chelsea á útivelli.
"Við eigum mjög góða möguleika á titlinum nú þegar munurinn er orðinn fimm stig. Við eigum gríðarlega erfiða leiki eftir við Manchester City og svo auðvitað Chelsea - svo það þýðir ekkert að byrja að fagna strax. Andinn í hópnum er hinsvegar einstakur og hann fleytir okkur langt," sagði Ferguson og sagðist skulda Sam Allardyce "tvo stóra kossa" eftir að hans menn náðu jafntefli við Chelsea.