Lífið

Simon segist ögra Paulu Abdoul í American Idol

Simon Cowell er nú meiri fýrinn
Simon Cowell er nú meiri fýrinn MYND/Getty Images

Simon Cowell virðist oft nokkuð dónalegur í dómarastöðu sinni í American Idol. Mörgum þykir hann sömuleiðis spjalla mikið við Paulu Abdul þegar keppendurnir í þættinum taka lagið. Segist hann oft vera að ögra Paulu meðan söngurinn dynur.

,,Ég segi við hana, reyndu að segja eitthvað áhugavert, ekki tala um fjöll eða vötn í gagnrýninni þar það er svo klisjukennt: Þú klífur fjöll, þú syndir í vötnum, eða eitthvað!"

En spurður hvernig hann geti dæmt keppnina ef hann sé alltaf að bögga Paulu þegar keppendurnir koma fram svarar hann því á þann veg að hann ætli að segja blaðamanni leyndarmál. ,,Ég horfi á generalprufurnar því þannig á ég miklu, miklu auðveldara með að heyra hvernig keppendurnir standa sig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.