Segja afgreiðsluna hafa verið eðlilega 28. apríl 2007 08:30 Jónína Bjartmarz Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Alþingi hafa staðið eðlilega að því að veita átján útlendingum sem búsettir eru hér á land íslenskt ríkisfang í mars síðastliðnum. „Fólki finnst það eitthvað sérstakt við þetta mál að þessi umrædda kona hafi verið hér á landi í stuttan tíma. Af þeim málum sem Alþingi hefur afgreitt á þessu kjörtímabili eru þrjátíu prósent umsækjenda sem hafa verið tvö ár eða skemur hér á landi. Þannig að þetta mál er ekki sérstakt að neinu leyti hvað það snertir." Lucia Celeste Molina Sierra, 22 ára kona frá Gvatemala sem er kærasta Birnis Orra Péturssonar, sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra, var ein af átján sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í mars síðastliðnum. Umsækjendur voru 36 í það skiptið. Jónína neitar því alfarið að hafa beitt áhrifum sínum til þess að greiða fyrir því að Lucia fengi ríkisborgararétt. Jónína var umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk skráð dvalarleyfi hér á landi í nóvember 2005. „Ég var skráður umboðsmaður er hún var að sækja um dvalarleyfi hér á landi og Útlendingastofnun var kunnugt um það. Ég ræddi aldrei við neinn hjá Útlendingastofnun um ríkisborgararétt. Tengsl mín við málið voru engin." Þrír nefndarmenn, Bjarni, Guðjón Ólafur Jónsson og Guðrún Ögmundsdóttir, fóru yfir umsóknirnar sem fyrir lágu og lögðu til að átján einstaklingar fengju ríkisborgararétt að þessu sinni. Þau neita því öll að hafa vitað um tengsl Luciu við Jónínu og segja ekkert óeðlilegt hafa verið við afgreiðsluna. Bjarni Benediktsson Lucia hafði verið með dvalarleyfi námsmanna í fimmtán mánuði en almenna reglan, samkvæmt lögum um ríkisborgararétt, er að einstaklingar þurfi að hafa búið hér á landi í sjö ár áður en ríkisfang er veitt, en þrjú ár ef viðkomandi einstaklingur hefur verið í hjúskap með Íslendingi. Umsóknir þeirra sem ekki uppfylla þessi skilyrði koma inn á borð allsherjarnefndar en aðrar ekki. Dómsmálaráðherra veitir íslenskan ríkisborgararétt eftir að Útlendingastofnun hefur farið yfir umsagnir. Í tilfelli Luciu taldi Útlendingastofnun að hún hefði dvalið hér á landi í of stuttan tíma til þess að hægt væri að veita henni íslenskan ríkisborgararétt. Allsherjarnefnd fékk því umsókn hennar til umfjöllunar. Jónína greiddi sjálf atkvæði með því að útvaldir umsækjendur fengju ríkisborgararétt. Alþingi samþykkti með lögum 23. mars að veita átján útlendingum íslenskan ríkisborgarrétt. Meðal þeirra var kærasta sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Bjarni segir það ekki hafa legið fyrir, út frá þeim upplýsingum sem lágu til grundvallar er umsóknin var samþykkt í allsherjarnefnd, að Jónína hefði verið umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk dvalarleyfi. „Við vorum ekki með upplýsingar um að hún [Jónína Bjartmarz] hefði verið skráður umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk dvalarleyfi hér á landi. Það var ekkert óeðlilegt við afgreiðslu þessa máls, það fór eðlilega leið og Alþingi samþykkti með þverpólitískum meirihluta eins og alltaf er í þessum málum," sagði Bjarni. Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Innlent Fleiri fréttir „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Alþingi hafa staðið eðlilega að því að veita átján útlendingum sem búsettir eru hér á land íslenskt ríkisfang í mars síðastliðnum. „Fólki finnst það eitthvað sérstakt við þetta mál að þessi umrædda kona hafi verið hér á landi í stuttan tíma. Af þeim málum sem Alþingi hefur afgreitt á þessu kjörtímabili eru þrjátíu prósent umsækjenda sem hafa verið tvö ár eða skemur hér á landi. Þannig að þetta mál er ekki sérstakt að neinu leyti hvað það snertir." Lucia Celeste Molina Sierra, 22 ára kona frá Gvatemala sem er kærasta Birnis Orra Péturssonar, sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra, var ein af átján sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í mars síðastliðnum. Umsækjendur voru 36 í það skiptið. Jónína neitar því alfarið að hafa beitt áhrifum sínum til þess að greiða fyrir því að Lucia fengi ríkisborgararétt. Jónína var umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk skráð dvalarleyfi hér á landi í nóvember 2005. „Ég var skráður umboðsmaður er hún var að sækja um dvalarleyfi hér á landi og Útlendingastofnun var kunnugt um það. Ég ræddi aldrei við neinn hjá Útlendingastofnun um ríkisborgararétt. Tengsl mín við málið voru engin." Þrír nefndarmenn, Bjarni, Guðjón Ólafur Jónsson og Guðrún Ögmundsdóttir, fóru yfir umsóknirnar sem fyrir lágu og lögðu til að átján einstaklingar fengju ríkisborgararétt að þessu sinni. Þau neita því öll að hafa vitað um tengsl Luciu við Jónínu og segja ekkert óeðlilegt hafa verið við afgreiðsluna. Bjarni Benediktsson Lucia hafði verið með dvalarleyfi námsmanna í fimmtán mánuði en almenna reglan, samkvæmt lögum um ríkisborgararétt, er að einstaklingar þurfi að hafa búið hér á landi í sjö ár áður en ríkisfang er veitt, en þrjú ár ef viðkomandi einstaklingur hefur verið í hjúskap með Íslendingi. Umsóknir þeirra sem ekki uppfylla þessi skilyrði koma inn á borð allsherjarnefndar en aðrar ekki. Dómsmálaráðherra veitir íslenskan ríkisborgararétt eftir að Útlendingastofnun hefur farið yfir umsagnir. Í tilfelli Luciu taldi Útlendingastofnun að hún hefði dvalið hér á landi í of stuttan tíma til þess að hægt væri að veita henni íslenskan ríkisborgararétt. Allsherjarnefnd fékk því umsókn hennar til umfjöllunar. Jónína greiddi sjálf atkvæði með því að útvaldir umsækjendur fengju ríkisborgararétt. Alþingi samþykkti með lögum 23. mars að veita átján útlendingum íslenskan ríkisborgarrétt. Meðal þeirra var kærasta sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Bjarni segir það ekki hafa legið fyrir, út frá þeim upplýsingum sem lágu til grundvallar er umsóknin var samþykkt í allsherjarnefnd, að Jónína hefði verið umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk dvalarleyfi. „Við vorum ekki með upplýsingar um að hún [Jónína Bjartmarz] hefði verið skráður umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk dvalarleyfi hér á landi. Það var ekkert óeðlilegt við afgreiðslu þessa máls, það fór eðlilega leið og Alþingi samþykkti með þverpólitískum meirihluta eins og alltaf er í þessum málum," sagði Bjarni.
Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Innlent Fleiri fréttir „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Sjá meira