Segja afgreiðsluna hafa verið eðlilega 28. apríl 2007 08:30 Jónína Bjartmarz Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Alþingi hafa staðið eðlilega að því að veita átján útlendingum sem búsettir eru hér á land íslenskt ríkisfang í mars síðastliðnum. „Fólki finnst það eitthvað sérstakt við þetta mál að þessi umrædda kona hafi verið hér á landi í stuttan tíma. Af þeim málum sem Alþingi hefur afgreitt á þessu kjörtímabili eru þrjátíu prósent umsækjenda sem hafa verið tvö ár eða skemur hér á landi. Þannig að þetta mál er ekki sérstakt að neinu leyti hvað það snertir." Lucia Celeste Molina Sierra, 22 ára kona frá Gvatemala sem er kærasta Birnis Orra Péturssonar, sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra, var ein af átján sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í mars síðastliðnum. Umsækjendur voru 36 í það skiptið. Jónína neitar því alfarið að hafa beitt áhrifum sínum til þess að greiða fyrir því að Lucia fengi ríkisborgararétt. Jónína var umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk skráð dvalarleyfi hér á landi í nóvember 2005. „Ég var skráður umboðsmaður er hún var að sækja um dvalarleyfi hér á landi og Útlendingastofnun var kunnugt um það. Ég ræddi aldrei við neinn hjá Útlendingastofnun um ríkisborgararétt. Tengsl mín við málið voru engin." Þrír nefndarmenn, Bjarni, Guðjón Ólafur Jónsson og Guðrún Ögmundsdóttir, fóru yfir umsóknirnar sem fyrir lágu og lögðu til að átján einstaklingar fengju ríkisborgararétt að þessu sinni. Þau neita því öll að hafa vitað um tengsl Luciu við Jónínu og segja ekkert óeðlilegt hafa verið við afgreiðsluna. Bjarni Benediktsson Lucia hafði verið með dvalarleyfi námsmanna í fimmtán mánuði en almenna reglan, samkvæmt lögum um ríkisborgararétt, er að einstaklingar þurfi að hafa búið hér á landi í sjö ár áður en ríkisfang er veitt, en þrjú ár ef viðkomandi einstaklingur hefur verið í hjúskap með Íslendingi. Umsóknir þeirra sem ekki uppfylla þessi skilyrði koma inn á borð allsherjarnefndar en aðrar ekki. Dómsmálaráðherra veitir íslenskan ríkisborgararétt eftir að Útlendingastofnun hefur farið yfir umsagnir. Í tilfelli Luciu taldi Útlendingastofnun að hún hefði dvalið hér á landi í of stuttan tíma til þess að hægt væri að veita henni íslenskan ríkisborgararétt. Allsherjarnefnd fékk því umsókn hennar til umfjöllunar. Jónína greiddi sjálf atkvæði með því að útvaldir umsækjendur fengju ríkisborgararétt. Alþingi samþykkti með lögum 23. mars að veita átján útlendingum íslenskan ríkisborgarrétt. Meðal þeirra var kærasta sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Bjarni segir það ekki hafa legið fyrir, út frá þeim upplýsingum sem lágu til grundvallar er umsóknin var samþykkt í allsherjarnefnd, að Jónína hefði verið umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk dvalarleyfi. „Við vorum ekki með upplýsingar um að hún [Jónína Bjartmarz] hefði verið skráður umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk dvalarleyfi hér á landi. Það var ekkert óeðlilegt við afgreiðslu þessa máls, það fór eðlilega leið og Alþingi samþykkti með þverpólitískum meirihluta eins og alltaf er í þessum málum," sagði Bjarni. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Alþingi hafa staðið eðlilega að því að veita átján útlendingum sem búsettir eru hér á land íslenskt ríkisfang í mars síðastliðnum. „Fólki finnst það eitthvað sérstakt við þetta mál að þessi umrædda kona hafi verið hér á landi í stuttan tíma. Af þeim málum sem Alþingi hefur afgreitt á þessu kjörtímabili eru þrjátíu prósent umsækjenda sem hafa verið tvö ár eða skemur hér á landi. Þannig að þetta mál er ekki sérstakt að neinu leyti hvað það snertir." Lucia Celeste Molina Sierra, 22 ára kona frá Gvatemala sem er kærasta Birnis Orra Péturssonar, sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra, var ein af átján sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í mars síðastliðnum. Umsækjendur voru 36 í það skiptið. Jónína neitar því alfarið að hafa beitt áhrifum sínum til þess að greiða fyrir því að Lucia fengi ríkisborgararétt. Jónína var umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk skráð dvalarleyfi hér á landi í nóvember 2005. „Ég var skráður umboðsmaður er hún var að sækja um dvalarleyfi hér á landi og Útlendingastofnun var kunnugt um það. Ég ræddi aldrei við neinn hjá Útlendingastofnun um ríkisborgararétt. Tengsl mín við málið voru engin." Þrír nefndarmenn, Bjarni, Guðjón Ólafur Jónsson og Guðrún Ögmundsdóttir, fóru yfir umsóknirnar sem fyrir lágu og lögðu til að átján einstaklingar fengju ríkisborgararétt að þessu sinni. Þau neita því öll að hafa vitað um tengsl Luciu við Jónínu og segja ekkert óeðlilegt hafa verið við afgreiðsluna. Bjarni Benediktsson Lucia hafði verið með dvalarleyfi námsmanna í fimmtán mánuði en almenna reglan, samkvæmt lögum um ríkisborgararétt, er að einstaklingar þurfi að hafa búið hér á landi í sjö ár áður en ríkisfang er veitt, en þrjú ár ef viðkomandi einstaklingur hefur verið í hjúskap með Íslendingi. Umsóknir þeirra sem ekki uppfylla þessi skilyrði koma inn á borð allsherjarnefndar en aðrar ekki. Dómsmálaráðherra veitir íslenskan ríkisborgararétt eftir að Útlendingastofnun hefur farið yfir umsagnir. Í tilfelli Luciu taldi Útlendingastofnun að hún hefði dvalið hér á landi í of stuttan tíma til þess að hægt væri að veita henni íslenskan ríkisborgararétt. Allsherjarnefnd fékk því umsókn hennar til umfjöllunar. Jónína greiddi sjálf atkvæði með því að útvaldir umsækjendur fengju ríkisborgararétt. Alþingi samþykkti með lögum 23. mars að veita átján útlendingum íslenskan ríkisborgarrétt. Meðal þeirra var kærasta sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Bjarni segir það ekki hafa legið fyrir, út frá þeim upplýsingum sem lágu til grundvallar er umsóknin var samþykkt í allsherjarnefnd, að Jónína hefði verið umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk dvalarleyfi. „Við vorum ekki með upplýsingar um að hún [Jónína Bjartmarz] hefði verið skráður umboðsmaður stúlkunnar er hún fékk dvalarleyfi hér á landi. Það var ekkert óeðlilegt við afgreiðslu þessa máls, það fór eðlilega leið og Alþingi samþykkti með þverpólitískum meirihluta eins og alltaf er í þessum málum," sagði Bjarni.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira