Lífið

Með meikklessu á nefinu

Paris mætir í afmælisveisluna sína. Hún var íklædd silfruðum stuttum kjól, en það ku vera mjög heitt Vestanhafs þessa dagana.
Paris mætir í afmælisveisluna sína. Hún var íklædd silfruðum stuttum kjól, en það ku vera mjög heitt Vestanhafs þessa dagana. MYND/AP

Hótelerfinginn Paris Hilton hélt upp á 26 ára afmæli sitt á laugardagskvöld. Var veislan haldin í Vegas en þar voru saman komnir hundruðir vina og kunningja Parisar. Meðal gesta voru Nicky Hilton, systir Parisar, Starvros, fyrrum kærasti hennar, grínarinn Jamie Kennedy og Brandon Davis, vinur Parisar sem er hvað þekktastur fyrir sóðakjaft sinn. Ludacris söng fyrir afmælisstúlkuna og Paris dansaði upp á borðum eins og henni einni er lagið.

Ef vel er að gáð má sjá móta fyrir förðunarmistökunum hægra megin á nefi Parisar.MYND/AP
Það var þó annað sem vakti nokkra athygli en framan af kvöldi virtist enginn hafa haft fyrir því að segja Paris að hún væri með meikklessu á nefbroddinum. Það er því spurning hvort þessir hundruðir vina hennar séu vinir í raun?





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.