Lífið

Ray Liotta handtekinn

Það er viðbúið að Ray Liotta sé á smá bömmer eftir helgina
Það er viðbúið að Ray Liotta sé á smá bömmer eftir helgina MYND/AP

Leikarinn Ray Liotta, sem meðal annars er þekktur fyrir hlutverk sitt kvikmyndinni Goodfellas, var handtekinn í L.A. á laugardagskvöld. Hafði hann keyrt Cadillacinn sinn á tvo kyrrstæða bíla og annan þeirra það hart, að hann lenti upp á rönd.

Allir sluppu þó ómeiddir frá glannaakstri Rays. Var hann undir áhrifum en fyrstu rannsóknir sýna að ekki var um áfengi að ræða.

Ray var látinn laus á sunnudag gegn 15.000 dollara tryggingu en réttað verður í máli hans þann 19. mars næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.