Lífið

Leno gerir grín að Lindsay

Íslandsvinurinn var fenginn til þess að leika Lohan í þætti Jay Leno en leikkonan afboðaði eftir að hafa verið tekin fyrir akstur undir áhrifum í annað sinn.
Íslandsvinurinn var fenginn til þess að leika Lohan í þætti Jay Leno en leikkonan afboðaði eftir að hafa verið tekin fyrir akstur undir áhrifum í annað sinn.

Leikkonan Lindsay Lohan var tekin öðru sinni fyrir ölvunarakstur í vikunni líkt og fram kom í Fréttablaðinu. Handtakan kom sér illa fyrir fleiri en Lindsay því þáttastjórnandinn Jay Leno hafði bókað hana í þáttinn sinn sama kvöld. Þar var henni ætlað að kynna nýja mynd sína I Know Who Killed Me. Lindsay afboðaði og Leno þurfti að finna staðgengil með skömmum fyrirvara. Leikarinn Rob Schneider, sem lék meðal annars í myndunum um karlhóruna Deuce Bigalow og The Hot Chick, var fenginn til þess að hlaupa í skarðið. Hann mætti klæddur sem Lindsay í svörtum kjól og með ljósa hárkollu. Punkturinn yfir i-ið var ökklaband líkt og það sem leikkonan hefur þurft að ganga með undanfarið, en því er ætlað að skynja hvort hún neytir áfengis eða ekki.



Lindsay Lohan hefur áður komið í þáttinn til Leno. Það aftraði honum þó ekki frá því að gera stólpagrín að því að leikkonan hefði verið handtekin og í framhaldinu þurft að afboða komu sína í þáttinn á þriðjudagskvöldið.

Leno gerði stólpagrín að öllu saman í upphafi þáttar síns þar sem hann sagði meðal annars að það hefði greinilega verið misskilningur að hans helstu keppinautar væru Nightline og Letterman. Samkeppnin væri greinilega Cops og America"s Most Wanted.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.