Kóngurinn Sinisa Kekic gekk frá Frömurum 26. júlí 2007 00:15 Hinn gamalreyndi Sinisa Kekic átti stórleik í gær og skoraði sitt sjötta og sjöunda mark í sumar.fréttablaðið/hörður Víkingar stigu stríðsdans fyrir framan stuðningsmenn í gærkvöldi og fögnuðu, því sem gæti á endanum orðið ómetanlegur sigur, sigri á Frömurum. Munurinn á liðunum er nú kominn í fjögur stig auk þess sem KR-ingar nálgast þá bláklæddu óðfluga á stigatöflunni. Leikur Fram í gær var endurtekning frá því oft áður í sumar og er ljóst að illa mun fara ef Framarar fara ekki að nýta færin. Magnús Gylfason, þjálfari Víkings, stillti upp í eins konar 3-4-3 leikkerfi sem gafst liðinu einstaklega vel í fyrri hálfleik. Sinisa Kekic naut sín til fullnustu uppi á toppi með hina eldfljótu Gunnar Kristjánsson og Egil Atlason sitthvorum megin við sig á köntunum. Dagskipun Magnúsar virtist vera að nýta hraða þeirra, en sú taktík reyndist liðinu heilladrjúg í fyrri leik liðanna í sumar. Heimamenn voru betri á öllum sviðum fótboltans í fyrri hálfleik og komust yfir með marki Kekic úr vítaspyrnu, sem þótti reyndar umdeild í meira lagi. Sá gamli bætti við öðru marki á 43. mínútu þegar hann batt endahnútinn á frábæra sókn Víkings þar sem Framarar voru gjörsamlega sundurspilaðir. Sóknarleikur Fram náði nýjum lægðum í fyrri hálfleik og náði liðið varla að ógna marki heimamanna í fyrri hálfleik. Mark Jónasar Grana Garðarssonar, úr fyrsta skoti Fram á markið, á síðustu andartökum fyrri hálfleiks kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti og galopnaði leikinn á ný. Hjálmar Þórarinsson hressti mikið upp á spilamennsku Fram í síðari hálfleik og virtist sem algjör hugarfarsbreyting hafi átt sér stað hjá leikmönnum liðsins. Gestirnir pressuðu stíft og freistuðu þess að jafna um leið og heimamenn drógu sig smám saman aftar á völlinn. Framarar fengu sannarlega færin til að bæta við mörkum en það var alveg sama hvað reynt var - inn vildi boltinn ekki. Kekic, í sérflokki á vellinum eins og svo oft áður í sumar, var hins vegar hinn kátasti. „Þetta var yndislegt kvöld en ég er svekktastur með að hafa ekki náð í þrennuna, það munaði ekki miklu,“ sagði hann með bros á vör. „Ég er mjög sáttur viðð spilamennsku okkar í fyrri hálfleik og ef við spilum svoleiðis það sem eftir er sumars þurfum við engar áhyggjur að hafa. Við bökkuðum um of í þeim seinni en sem betur fer hafðist þetta.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Víkingar stigu stríðsdans fyrir framan stuðningsmenn í gærkvöldi og fögnuðu, því sem gæti á endanum orðið ómetanlegur sigur, sigri á Frömurum. Munurinn á liðunum er nú kominn í fjögur stig auk þess sem KR-ingar nálgast þá bláklæddu óðfluga á stigatöflunni. Leikur Fram í gær var endurtekning frá því oft áður í sumar og er ljóst að illa mun fara ef Framarar fara ekki að nýta færin. Magnús Gylfason, þjálfari Víkings, stillti upp í eins konar 3-4-3 leikkerfi sem gafst liðinu einstaklega vel í fyrri hálfleik. Sinisa Kekic naut sín til fullnustu uppi á toppi með hina eldfljótu Gunnar Kristjánsson og Egil Atlason sitthvorum megin við sig á köntunum. Dagskipun Magnúsar virtist vera að nýta hraða þeirra, en sú taktík reyndist liðinu heilladrjúg í fyrri leik liðanna í sumar. Heimamenn voru betri á öllum sviðum fótboltans í fyrri hálfleik og komust yfir með marki Kekic úr vítaspyrnu, sem þótti reyndar umdeild í meira lagi. Sá gamli bætti við öðru marki á 43. mínútu þegar hann batt endahnútinn á frábæra sókn Víkings þar sem Framarar voru gjörsamlega sundurspilaðir. Sóknarleikur Fram náði nýjum lægðum í fyrri hálfleik og náði liðið varla að ógna marki heimamanna í fyrri hálfleik. Mark Jónasar Grana Garðarssonar, úr fyrsta skoti Fram á markið, á síðustu andartökum fyrri hálfleiks kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti og galopnaði leikinn á ný. Hjálmar Þórarinsson hressti mikið upp á spilamennsku Fram í síðari hálfleik og virtist sem algjör hugarfarsbreyting hafi átt sér stað hjá leikmönnum liðsins. Gestirnir pressuðu stíft og freistuðu þess að jafna um leið og heimamenn drógu sig smám saman aftar á völlinn. Framarar fengu sannarlega færin til að bæta við mörkum en það var alveg sama hvað reynt var - inn vildi boltinn ekki. Kekic, í sérflokki á vellinum eins og svo oft áður í sumar, var hins vegar hinn kátasti. „Þetta var yndislegt kvöld en ég er svekktastur með að hafa ekki náð í þrennuna, það munaði ekki miklu,“ sagði hann með bros á vör. „Ég er mjög sáttur viðð spilamennsku okkar í fyrri hálfleik og ef við spilum svoleiðis það sem eftir er sumars þurfum við engar áhyggjur að hafa. Við bökkuðum um of í þeim seinni en sem betur fer hafðist þetta.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira