Hefur varla séð sig í sjónvarpinu 26. júlí 2007 03:15 Einar Magnús Einarsson hefur sýnt góða takta á skjánum síðan hann hóf störf sem veðurfréttamaður í síðustu viku. Hann kynntist töfrum veðurfræðinnar í námskeiði hjá Haraldi Ólafssyni. Fréttablaðið/Hörður „Þetta hefur gengið betur en ég bjóst við,“ segir Einar Magnús Einarsson sem nýverið hóf störf sem veðurfréttamaður í Ríkissjónvarpinu. Einar birtist fyrst á skjánum á miðvikudaginn í síðustu viku og hefur sýnt fína takta þrátt fyrir reynsluleysið. „Það var auðvitað eitthvað stress þegar maður byrjaði en það hefur eiginlega komið mér á óvart hversu vel þetta hefur gengið,“ segir Einar sem er tæplega 28 ára gamall, kvæntur og á barn. Meðfram starfinu í sjónvarpi starfar hann á reiknistofu í veðurfræði sem heldur meðal annars úti vefnum Belgingur.is. Aðspurður segist Einar kunna nýja starfinu ágætlega, launin séu þokkaleg og hann sjái alveg fyrir sér að halda þessu áfram meðan hann nenni og fólk vilji hafa hann áfram. Hann á þó nokkuð erfitt með að meta eigin frammistöðu í sjónvarpinu, sér í lagi þar sem hann á ekki sjónvarp. „Já, sjónvarpið mitt eyðilagðist rétt áður en ég byrjaði í sjónvarpinu. Ég hef eiginlega bara séð sjálfan mig í litlum glugga á tölvuskjá,“ segir hann og hlær. Einar er um þessar mundir að leggja lokahönd á meistaraverkefni sitt í jarðeðlisfræði, en veðurfræðin er grein innan hennar. Í lokaverkefninu fjallar Einar um óvissu í veðurspám, hann skoðaði þrjú óveður og markmiðið er að greina af hverju langtíma tölvuspá er stundum töluvert frábrugðin skammtímaspám. Ekki eru margir sem leggja stund á nám í veðurfræði við Háskóla Íslands. Aðspurður hvað fái ungan mann út á þessa braut segir Einar: „Ja, það var nú eiginlega Halla, Haraldi Ólafssyni, að kenna. Ég tók eitt námskeið hjá honum og hann kynnti mig fyrir töfrum veðurfræðinnar.“ Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Enn með stútfulla eitla af iðnaðarsílíkoni Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Sjá meira
„Þetta hefur gengið betur en ég bjóst við,“ segir Einar Magnús Einarsson sem nýverið hóf störf sem veðurfréttamaður í Ríkissjónvarpinu. Einar birtist fyrst á skjánum á miðvikudaginn í síðustu viku og hefur sýnt fína takta þrátt fyrir reynsluleysið. „Það var auðvitað eitthvað stress þegar maður byrjaði en það hefur eiginlega komið mér á óvart hversu vel þetta hefur gengið,“ segir Einar sem er tæplega 28 ára gamall, kvæntur og á barn. Meðfram starfinu í sjónvarpi starfar hann á reiknistofu í veðurfræði sem heldur meðal annars úti vefnum Belgingur.is. Aðspurður segist Einar kunna nýja starfinu ágætlega, launin séu þokkaleg og hann sjái alveg fyrir sér að halda þessu áfram meðan hann nenni og fólk vilji hafa hann áfram. Hann á þó nokkuð erfitt með að meta eigin frammistöðu í sjónvarpinu, sér í lagi þar sem hann á ekki sjónvarp. „Já, sjónvarpið mitt eyðilagðist rétt áður en ég byrjaði í sjónvarpinu. Ég hef eiginlega bara séð sjálfan mig í litlum glugga á tölvuskjá,“ segir hann og hlær. Einar er um þessar mundir að leggja lokahönd á meistaraverkefni sitt í jarðeðlisfræði, en veðurfræðin er grein innan hennar. Í lokaverkefninu fjallar Einar um óvissu í veðurspám, hann skoðaði þrjú óveður og markmiðið er að greina af hverju langtíma tölvuspá er stundum töluvert frábrugðin skammtímaspám. Ekki eru margir sem leggja stund á nám í veðurfræði við Háskóla Íslands. Aðspurður hvað fái ungan mann út á þessa braut segir Einar: „Ja, það var nú eiginlega Halla, Haraldi Ólafssyni, að kenna. Ég tók eitt námskeið hjá honum og hann kynnti mig fyrir töfrum veðurfræðinnar.“
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Enn með stútfulla eitla af iðnaðarsílíkoni Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Sjá meira