Lindsay nær nýjum lægðum 23. júlí 2007 02:00 Lindsay Lohan fékk leyfi úr meðferð til að halda upp á afmælið sitt. Hún stalst til að drekka vín í veislunni. NordicPhotos/GettyImages Hollywoodstjarnan og vandræðagemsinn Lindsay Lohan er enn og aftur umfjöllunarefni fjölmiðla. Nú er því haldið fram að áfengismeðferð sem hún fór í hafi engan árangur borið. Lindsay hafi meira að segja neytt áfengis meðan á meðferðinni stóð. Lindsay Lohan hélt upp á 21 árs afmæli sitt með vinum og vandamönnum meðan hún var í áfengismeðferð. Hún fékk sérstakt leyfi frá meðferðarfulltrúum sínum til að fagna þessum merka áfanga og var sérstaklega tekið fram að hvorki áfengi né fíkniefni yrðu höfð um hönd í veislunni. Breska Heimsfréttablaðið telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að leikkonan hafi sjálf neytt áfengis í miklu magni í veislunni. Í kjölfarið hafi meðferðarfulltrúar hennar skipað henni að ganga með ökklaband sem skynjar þegar hún neytir áfengis. „Lindsay sagði að veislan yrði róleg og þar myndu gestir drekka gos og borða pitsur. Hún var hins vegar staðráðin í að hrynja í það sjálf og var alltaf að laumast til að blanda vodka út í Red Bull,“ segir einn gestanna í veislunni. „Það voru líka margir sem heyrðu hana spyrja hvort einhver væri með alsælu eða önnur eiturlyf fyrir hana,“ segir gesturinn ennfremur. Í ofanálag hefur leikkonan aftur tekið saman við vandræðagemsann Calum Best, son fótboltamannsins George Best, sem var þekktur alkóhólisti og kvennabósi. Calum hafði skömmu áður haldið framhjá Lindsay. Hann kom aftur á móti færandi hendi með demantsarmband sem metið er á 1,2 milljónir króna. „Hún fyrirgaf honum allt saman. Vandamál Lindsay er að hún hreinlega elskar allt sem er slæmt fyrir hana.“ Þegar starfsfólk meðferðarheimilisins komst að því að Lohan hefði neytt áfengis í veislunni heimtaði það að hún myndi hér eftir ganga með ökklabandið sem greinir áfengisneyslu. Að sögn vina hennar vildi Lindsay ekki að fólk kæmist að þessu og því hefur hún lýst því yfir að það hafi verið hennar ákvörðun að ganga með ökklabandið. „Hún á enn langt í land með að ná stjórn á áfengis- og fíkniefnaneyslu sinni. Sama hvað á gengur og hvað hefur komið fyrir, hún vill alltaf bara skemmta sér.“ Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Enn með stútfulla eitla af iðnaðarsílíkoni Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Sjá meira
Hollywoodstjarnan og vandræðagemsinn Lindsay Lohan er enn og aftur umfjöllunarefni fjölmiðla. Nú er því haldið fram að áfengismeðferð sem hún fór í hafi engan árangur borið. Lindsay hafi meira að segja neytt áfengis meðan á meðferðinni stóð. Lindsay Lohan hélt upp á 21 árs afmæli sitt með vinum og vandamönnum meðan hún var í áfengismeðferð. Hún fékk sérstakt leyfi frá meðferðarfulltrúum sínum til að fagna þessum merka áfanga og var sérstaklega tekið fram að hvorki áfengi né fíkniefni yrðu höfð um hönd í veislunni. Breska Heimsfréttablaðið telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að leikkonan hafi sjálf neytt áfengis í miklu magni í veislunni. Í kjölfarið hafi meðferðarfulltrúar hennar skipað henni að ganga með ökklaband sem skynjar þegar hún neytir áfengis. „Lindsay sagði að veislan yrði róleg og þar myndu gestir drekka gos og borða pitsur. Hún var hins vegar staðráðin í að hrynja í það sjálf og var alltaf að laumast til að blanda vodka út í Red Bull,“ segir einn gestanna í veislunni. „Það voru líka margir sem heyrðu hana spyrja hvort einhver væri með alsælu eða önnur eiturlyf fyrir hana,“ segir gesturinn ennfremur. Í ofanálag hefur leikkonan aftur tekið saman við vandræðagemsann Calum Best, son fótboltamannsins George Best, sem var þekktur alkóhólisti og kvennabósi. Calum hafði skömmu áður haldið framhjá Lindsay. Hann kom aftur á móti færandi hendi með demantsarmband sem metið er á 1,2 milljónir króna. „Hún fyrirgaf honum allt saman. Vandamál Lindsay er að hún hreinlega elskar allt sem er slæmt fyrir hana.“ Þegar starfsfólk meðferðarheimilisins komst að því að Lohan hefði neytt áfengis í veislunni heimtaði það að hún myndi hér eftir ganga með ökklabandið sem greinir áfengisneyslu. Að sögn vina hennar vildi Lindsay ekki að fólk kæmist að þessu og því hefur hún lýst því yfir að það hafi verið hennar ákvörðun að ganga með ökklabandið. „Hún á enn langt í land með að ná stjórn á áfengis- og fíkniefnaneyslu sinni. Sama hvað á gengur og hvað hefur komið fyrir, hún vill alltaf bara skemmta sér.“
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Enn með stútfulla eitla af iðnaðarsílíkoni Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Sjá meira