Lífið

Jamie Kennedy í annarlegu ástandi

Var með uppistand á tölvuleikjaráðstefnu í Bandaríkjunum þar sem hann var augljóslega drukkinn.
Var með uppistand á tölvuleikjaráðstefnu í Bandaríkjunum þar sem hann var augljóslega drukkinn.

Grínistinn og Íslandsvinurinn Jamie Kennedy mætti á tölvuleikjaráðstefnuna E3 á dögunum og var með uppistand. Það hefði verið í góðu lagi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Jamie var í afar annarlegu ástandi með úfið hár og í fráhnepptri skyrtu. Sáu viðstaddir ekki betur en að Jamie væri drukkinn enda nuddaði hann andlitið á sér í sífellu, hló upp úr þurru og spurði svo: „Hvar eru brandararnir mínir eiginlega?“



Uppistandið var allt hið vandræðalegasta og skánaði ekki þegar Jamie bauð hjólabrettakappann Tony Hawk velkominn í salinn en sá hefur verið að vinna að eigin tölvuleik. Jamie tók viðtal við Tony og spurningarnar voru hver annarri undarlegri. Sá síðarnefndi virtist varla vita hvort hann ætti að hlæja eða gráta og varð flóttalegri á svipinn eftir því sem leið á viðtalið. Fyrirtækið sem framleiðir leik Tonys heitir Neversoft. Jamie varð sérstaklega tíðrætt um þá staðreynd og sagði Tony í óspurðum fréttum að sér þætti nafnið furðulegt. Myndband af frammistöðu Jamies má sjá á gametrailers.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.