Lífið

Raunveruleikaþáttur í lausu lofti

Pálmi Hafði ekki hugmynd um að hann hefði keypt sjónvarpsþáttinn um leitina að næstu Nylon-stelpu.
Pálmi Hafði ekki hugmynd um að hann hefði keypt sjónvarpsþáttinn um leitina að næstu Nylon-stelpu.

„Ég kom eiginlega alveg af fjöllum þegar ég las þetta í blöðunum um morguninn, hafði ekki hugmynd um að ég væri búinn að kaupa þennan þátt," segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Eins kom fram í fjölmiðlum á miðvikudag er Emilía Björk Óskarsdóttir hætt í Nylon og er þegar hafin leit að arftaka hennar.

Í fréttatilkynningu frá Einari Bárðarsyni, umboðsmanni sveitarinnar, stóð að tekist hefðu samningar við Stöð 2 og Sirkus um sýningar á raunveruleikaþætti um leitina. „Þetta kom okkur skemmtilega á óvart að við skyldum vera búnir að fá þennan þátt yfir til okkar. Ég hafði samband við Einar út af þessu og hann sagði mér að fjölmiðlar hefðu rangtúlkað þetta en ég gat ekki betur séð en að þetta stæði í fréttatilkynningunni," bætir Pálmi við. Í seinni fréttatilkynningunni frá Einari sem var send út laust fyrir klukkan tíu kom fram að Skjár einn og Stöð 2 hefðu sýnt þættinum töluverðan áhuga. Sjónvarpsstjórinn vildi þó ekki gefa upp hvort Stöð 2 myndi kaupa þáttinn, sagði þetta allt vera á byrjendastigi.

Einar Sendi út tvær fréttatilkynningar, þá fyrri þar sem stóð að Stöð 2 og Sirkus hefðu keypt þáttinn en þá seinni að Skjár einn og Stöð 2 hefðu sýnt honum áhuga.

Björn Þór Sigurðsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, tók í svipaðan streng og sagðist eingöngu vita af þessari hugmynd. „Við erum að velta þessu fyrir okkur en engin tilboð hafa þó verið gerð. Þetta er mjög spennandi fyrir okkur enda vorum við með fyrsta þáttinn um þær stelpur. Vandamálið er hins vegar að flestar sjónvarpsstöðvar hafa skipulagt haustið um þessar mundir. En við skoðum alltaf allt," segir Björn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.