Bjarni söng sitt síðasta fyrir starfsfólk Glitnis 21. júlí 2007 01:45 Bjarni sést hér á spjalli við Þorstein „í kók“ Jónsson, en sá síðarnefndi er núverandi stjórnarformaður Glitnis. Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sló í gegn í eigin kveðjuhófi sem haldið var á Kjarvalsstöðum í fyrrakvöld þegar hann vatt sér upp á svið og söng nokkur lög með Stuðmönnum í tilefni dagsins. „Ég vildi syngja mitt síðasta með Glitni," segir Bjarni. Lagalistinn var úthugsaður og byrjaði á laginu Strax í dag sem hefst á orðunum: „Ég var með Bjarna á bjúkkanum í gær og er með Lalla á lettanum í dag." „Þessar línur þóttu okkur vel við hæfi," segir Bjarni og vísar með því í þá staðreynd að eftirmaður hans í starfi er Lárus Welding. „Svo fórum við í harðara rokk og tókum „the single hit wonder" Born to be Wild með Steppenwolf. Ég hef stundum tekið það þegar er mikill gír í gangi. Næst kom Svarti Pétur ruddist inn í bankann sem er sígilt grínlag í bankaheiminum." Lagalistinn var ekki tæmdur því Bjarni var klappaður upp af samstarfsmönnum sínum og endaði á Frank Sinatra laginu My Way. Bjarni gefur lítið út á að æfa slíka framkomu. „Nei, nei, það þýðir ekkert að vera að æfa allt. Ég hef nú sungið nokkrum sinnum með Stuðmönnum áður. Þetta er allt svo mikið tónlistarfólk sem er fljótt að taka upp hvers kyns tóna." Framhaldið er enn óljóst hjá Bjarna hvað starfsvettvang en hann segist aðspurður efast um að hann muni sækja um stöðu í sveit Stuðmanna. „Það er ekki alltaf gott að blanda saman í miklum mæli atvinnu og áhugamáli. Á næstunni ætla ég bara að einbeita mér að því að njóta þessarar einstöku veðurblíðu eins og aðrir landsmenn," segir Bjarni og hefur enga trú á því að góðviðrisdögunum fari að fækka. „Þetta skiptir oft svona um hundadagana. Ég er bjartsýnismaður. Við erum að fara norður í land og gæfuhjólið hlýtur að fara að snúast norðanmönnum í vil." Bjarni segist vissulega munu sakna þess að vinna hjá Glitni. „En ég vona að ég komi til með að eiga allt þetta góða fólk að vinum og kunningjum áfram. Það hafa myndast sterk tengsl á þessum áratug." Samstarfsmennirnir virðast að minnsta kosti þekkja sinn mann nokkuð vel því hann fékk að eigin sögn „einmitt það sem hann vantaði" í kveðjugjöf. „Ég fékk ekki þetta hefðbundna málverk heldur kerru, vinnugalla, skóflu og tré. Þetta fer ég með í Skorradalinn á næstunni," segir Bjarni en þau hjónin eiga sumarbústað í dalnum. „Það fór aldrei svo að maður yrði ekki skilinn eftir með verkefni og verkfæri. Þetta var akkúrat það sem mig vantaði." Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sló í gegn í eigin kveðjuhófi sem haldið var á Kjarvalsstöðum í fyrrakvöld þegar hann vatt sér upp á svið og söng nokkur lög með Stuðmönnum í tilefni dagsins. „Ég vildi syngja mitt síðasta með Glitni," segir Bjarni. Lagalistinn var úthugsaður og byrjaði á laginu Strax í dag sem hefst á orðunum: „Ég var með Bjarna á bjúkkanum í gær og er með Lalla á lettanum í dag." „Þessar línur þóttu okkur vel við hæfi," segir Bjarni og vísar með því í þá staðreynd að eftirmaður hans í starfi er Lárus Welding. „Svo fórum við í harðara rokk og tókum „the single hit wonder" Born to be Wild með Steppenwolf. Ég hef stundum tekið það þegar er mikill gír í gangi. Næst kom Svarti Pétur ruddist inn í bankann sem er sígilt grínlag í bankaheiminum." Lagalistinn var ekki tæmdur því Bjarni var klappaður upp af samstarfsmönnum sínum og endaði á Frank Sinatra laginu My Way. Bjarni gefur lítið út á að æfa slíka framkomu. „Nei, nei, það þýðir ekkert að vera að æfa allt. Ég hef nú sungið nokkrum sinnum með Stuðmönnum áður. Þetta er allt svo mikið tónlistarfólk sem er fljótt að taka upp hvers kyns tóna." Framhaldið er enn óljóst hjá Bjarna hvað starfsvettvang en hann segist aðspurður efast um að hann muni sækja um stöðu í sveit Stuðmanna. „Það er ekki alltaf gott að blanda saman í miklum mæli atvinnu og áhugamáli. Á næstunni ætla ég bara að einbeita mér að því að njóta þessarar einstöku veðurblíðu eins og aðrir landsmenn," segir Bjarni og hefur enga trú á því að góðviðrisdögunum fari að fækka. „Þetta skiptir oft svona um hundadagana. Ég er bjartsýnismaður. Við erum að fara norður í land og gæfuhjólið hlýtur að fara að snúast norðanmönnum í vil." Bjarni segist vissulega munu sakna þess að vinna hjá Glitni. „En ég vona að ég komi til með að eiga allt þetta góða fólk að vinum og kunningjum áfram. Það hafa myndast sterk tengsl á þessum áratug." Samstarfsmennirnir virðast að minnsta kosti þekkja sinn mann nokkuð vel því hann fékk að eigin sögn „einmitt það sem hann vantaði" í kveðjugjöf. „Ég fékk ekki þetta hefðbundna málverk heldur kerru, vinnugalla, skóflu og tré. Þetta fer ég með í Skorradalinn á næstunni," segir Bjarni en þau hjónin eiga sumarbústað í dalnum. „Það fór aldrei svo að maður yrði ekki skilinn eftir með verkefni og verkfæri. Þetta var akkúrat það sem mig vantaði."
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira