Lífið

Þrýst á poppstjörnur að hylja líkama sinn

Þessi kjóll mundi ekki falla í kramið í Malasíu
Þessi kjóll mundi ekki falla í kramið í Malasíu MYND/Getty

Strangtrúaðir múslímar í Malasíu beina þeim tilmælum til poppstjarna sem hyggjast koma fram í landinu að klæðast efnismeiri fötum og draga úr ögrandi danshreyfingum. Múslímskir stúdentar og andstöðuflokkurinn í landinu eru meðal þeirra sem segja vestræna framkomu af því tagi hafa skaðleg áhrif á unglinga landsins.

Gwen Stefani færði að eigin sögn stóra fórn þegar hún kom kappklædd fram á tónleikum í Kula Lumpur á þriðjudag. Meðlimir andstöðuflokksins höfðu áður farið fram á að tónleikunum yrði aflýst af ótta við ögrandi framkomu söngkonunnar.

Nú er ráðgert að hin mjög svo kynþokkafulla Beyoncé Knowles haldi tónleika í landinu 1. nóvember næstkomandi. Skipuleggjendur tónleikanna haf sett sig í samband við umboðsmenn söngkonunnar og óskað eftir því að hún dragi úr ögrandi klæðaburði sínum.

Gwen hefði næstum því sloppið ef hún hefði komið fram í þessum kjólMYND/Getty

"Beyoncé mun ekki getað haldið samskonar tónleika hér og hún heldur annars staðar," segir Razlan Ahmad Razlai í samtali við The Associated Press. "Við vitum að hún er vön að koma fram í efnislitlum fötum þar sem meðal annars sést í naflann en slíkt mundi ekki falla í kramið hér, segir Razlai. Það er þó ljóst að það dregur úr skemmtanagildinu, bættir hann við.

Samkvæmt leiðbeiningum yfirvalda í Malasíu skal kvenkynslistamaður klæðast fötum sem ná vel upp fyrir brjóst og niður fyrir hné. Eins skal hylja axlir. Listamenn mega auk þess ekki faðmast og kyssast á sviðinu og ekki má klæðast fötum með klámfengnum myndum né myndum af fíkniefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.