Björgólfur skildi ekki húmorinn og er hættur að skora 10. júlí 2007 06:00 jón gnarr samgleðst KR-ingum innilega og íhugar að gerast áhangandi liðsins til þess að komast með því til útlanda. Gengi KR-inga í Landsbankadeildinni hefur verið á allra vörum í sumar enda byrjun liðsins í mótinu ein sú slakasta sem um getur. Fyrir nokkrum vikum síðan var leikmönnum liðsins smalað saman í ferð sem ætlað var að efla andann í hópnum. Ekki dugðu neinir minni spámenn til þess að hrista hópinn saman og ákveðið var að fá Jón Gnarr til þess að hitta liðið á Thorvaldsen. Skemmst er frá því að segja að KR hefur ekki tapað leik síðan. “Það er engin spurning að þáttur Jóns Gnarr í þessu er stór – hann var mjög sniðugur,” segir Sigmundur Kristjánsson leikmaður KR og hlær aðspurður að því hvort liðið eigi Jóni velgengnina að þakka. Hann neitar því ekki að það hefði verið betra að fá grínistann til þess að skemmta liðinu fyrr. “Engin spurning. Kannski við ættum að fá hann til þess að koma árlega á síðustu æfinguna fyrir mót,” segir Sigmundur en bætir því við að ekki hafi allir haft húmor fyrir uppistandinu. “Ákveðnir menn í liðinu eru með mjög grunnan húmor og föttuðu ekki grínið. Björgólfi Takefusa fannst Jón til dæmis ekkert fyndinn. Það er kannski ástæðan fyrir því að hann hefur ekki skorað síðan þetta var.” Sigmundur segir að eftir því sem hann hugsi betur um málið sjái hann skýrt samhengi milli þess hverjir hlógu að Jóni og þess hversu vel mönnum hefur vegnað eftir það. “Þeir menn sem skildu grínið eru búnir að halda liðinu uppi eftir þetta. Guðmundur Pétursson hefur tekið við af Björgólfi sem markaskorari. Hann er greinilega með húmorinn í lagi.” Jón Gnarr var staddur í útlöndum þegar Fréttablaðið náði tali af honum en gaf sér þó tíma til að lýsa yfir einlægri gleði sinni yfir tapleysinu. “Ég er mjög glaður að heyra þetta. Ég þarf kannski bara að gerast stuðningsmaður KR og fara að mæta á leiki og svona,” sagði Jón og bætti því við að hingað til hefði hann ekki haft neinn áhuga á fótbolta. “Eftir þessar fréttir er ég farinn að fá áhuga. Ég fór líka að hugsa að ef ég væri alltaf á leikjum og þeir færu að vinna rosa mikið, þá myndu þeir kannski fara að spila í útlöndum og ég gæti fengið að fara með.” Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Gengi KR-inga í Landsbankadeildinni hefur verið á allra vörum í sumar enda byrjun liðsins í mótinu ein sú slakasta sem um getur. Fyrir nokkrum vikum síðan var leikmönnum liðsins smalað saman í ferð sem ætlað var að efla andann í hópnum. Ekki dugðu neinir minni spámenn til þess að hrista hópinn saman og ákveðið var að fá Jón Gnarr til þess að hitta liðið á Thorvaldsen. Skemmst er frá því að segja að KR hefur ekki tapað leik síðan. “Það er engin spurning að þáttur Jóns Gnarr í þessu er stór – hann var mjög sniðugur,” segir Sigmundur Kristjánsson leikmaður KR og hlær aðspurður að því hvort liðið eigi Jóni velgengnina að þakka. Hann neitar því ekki að það hefði verið betra að fá grínistann til þess að skemmta liðinu fyrr. “Engin spurning. Kannski við ættum að fá hann til þess að koma árlega á síðustu æfinguna fyrir mót,” segir Sigmundur en bætir því við að ekki hafi allir haft húmor fyrir uppistandinu. “Ákveðnir menn í liðinu eru með mjög grunnan húmor og föttuðu ekki grínið. Björgólfi Takefusa fannst Jón til dæmis ekkert fyndinn. Það er kannski ástæðan fyrir því að hann hefur ekki skorað síðan þetta var.” Sigmundur segir að eftir því sem hann hugsi betur um málið sjái hann skýrt samhengi milli þess hverjir hlógu að Jóni og þess hversu vel mönnum hefur vegnað eftir það. “Þeir menn sem skildu grínið eru búnir að halda liðinu uppi eftir þetta. Guðmundur Pétursson hefur tekið við af Björgólfi sem markaskorari. Hann er greinilega með húmorinn í lagi.” Jón Gnarr var staddur í útlöndum þegar Fréttablaðið náði tali af honum en gaf sér þó tíma til að lýsa yfir einlægri gleði sinni yfir tapleysinu. “Ég er mjög glaður að heyra þetta. Ég þarf kannski bara að gerast stuðningsmaður KR og fara að mæta á leiki og svona,” sagði Jón og bætti því við að hingað til hefði hann ekki haft neinn áhuga á fótbolta. “Eftir þessar fréttir er ég farinn að fá áhuga. Ég fór líka að hugsa að ef ég væri alltaf á leikjum og þeir færu að vinna rosa mikið, þá myndu þeir kannski fara að spila í útlöndum og ég gæti fengið að fara með.”
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira