Fólk feimið við Breiðavík 9. júlí 2007 10:00 Keran og Birna hafa fundið fyrir töluverðri fækkun Íslendinga til Breiðavíkur eftir að mál staðarins komust í hámæli fyrr á þessu ári. „Stemningin er alltaf góð en það mætti vera meira af Íslendingum,“ segir Keran Stueland Ólason, staðarhaldari í Breiðavík, en hann rekur þar gistiheimili ásamt konu sinni, Birnu Mjöll Atladóttur. Að sögn Kerans finna þau mikinn mun á milli ára hvað heimsóknir Íslendinga varðar og er skýringarnar einna helst að finna í Breiðavíkurmálinu. „Þeir virðast eitthvað vera feimnir við að koma hingað en ég veit eiginlega ekki hvað þeir hafa að hræðast,“ segir Keran sem bætir því þó við að fjöldi útlendinga hafi ekki breyst mikið á milli ára. Breiðavíkurmálið skók íslenskt þjóðlíf í upphafi þessa árs þegar upp komst að drengir sem höfðu verið vistaðir á betrunarheimili þar höfðu verið beittir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af starfsmönnum og öðrum vistmönnum á 6., 7. og 8. áratug síðustu aldar. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum og urðu þau Keran og Birna fyrir miklu áreiti vegna málsins og þeim jafnvel hótað líkamsmeiðingum þótt þau hafi ekki hafið rekstur þar fyrr en 1999. „Menn hafa viljað koma og rústa okkur, meiða okkur,“ sagði Birna Mjöll í samtali við Fréttablaðið í febrúar. Þá höfðu einnig komið fram ásakanir um að þetta væri bara auglýsingabrella fyrir staðinn. Á Breiðavík hefur flestum ummerkjum um heimilið verið eytt en þó má enn finna gamlan fangaklefa þar sem drengirnir voru settir ef þeir gerðust sekir um ólæti. Þau Keran og Birna hafa rekið þarna ferðaþjónustu í átta ár og má finna margar af helstu náttúruperlum í næsta nágrenni við staðinn. Nokkur fjöldi þeirra drengja sem voru vistaðir fyrir vestan hefur gert sér ferð til staðarins og endurupplifað hræðilegar minningar frá árunum sínum þar. Nú þegar hefur heimildarmynd í leikstjórn Bergsteins Björgólfssonar um hvað fór þarna fram verið frumsýnd og nýjasta kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur, Veðramót, fjallar að einhverju leyti um árin eftir að heimilinu var breytt til batnaðar. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Stemningin er alltaf góð en það mætti vera meira af Íslendingum,“ segir Keran Stueland Ólason, staðarhaldari í Breiðavík, en hann rekur þar gistiheimili ásamt konu sinni, Birnu Mjöll Atladóttur. Að sögn Kerans finna þau mikinn mun á milli ára hvað heimsóknir Íslendinga varðar og er skýringarnar einna helst að finna í Breiðavíkurmálinu. „Þeir virðast eitthvað vera feimnir við að koma hingað en ég veit eiginlega ekki hvað þeir hafa að hræðast,“ segir Keran sem bætir því þó við að fjöldi útlendinga hafi ekki breyst mikið á milli ára. Breiðavíkurmálið skók íslenskt þjóðlíf í upphafi þessa árs þegar upp komst að drengir sem höfðu verið vistaðir á betrunarheimili þar höfðu verið beittir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af starfsmönnum og öðrum vistmönnum á 6., 7. og 8. áratug síðustu aldar. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum og urðu þau Keran og Birna fyrir miklu áreiti vegna málsins og þeim jafnvel hótað líkamsmeiðingum þótt þau hafi ekki hafið rekstur þar fyrr en 1999. „Menn hafa viljað koma og rústa okkur, meiða okkur,“ sagði Birna Mjöll í samtali við Fréttablaðið í febrúar. Þá höfðu einnig komið fram ásakanir um að þetta væri bara auglýsingabrella fyrir staðinn. Á Breiðavík hefur flestum ummerkjum um heimilið verið eytt en þó má enn finna gamlan fangaklefa þar sem drengirnir voru settir ef þeir gerðust sekir um ólæti. Þau Keran og Birna hafa rekið þarna ferðaþjónustu í átta ár og má finna margar af helstu náttúruperlum í næsta nágrenni við staðinn. Nokkur fjöldi þeirra drengja sem voru vistaðir fyrir vestan hefur gert sér ferð til staðarins og endurupplifað hræðilegar minningar frá árunum sínum þar. Nú þegar hefur heimildarmynd í leikstjórn Bergsteins Björgólfssonar um hvað fór þarna fram verið frumsýnd og nýjasta kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur, Veðramót, fjallar að einhverju leyti um árin eftir að heimilinu var breytt til batnaðar.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira