Íslenski boltinn

KR skoraði líkt mark árið 1995

Einar Þór fagnar hér Íslandsmeistaratitli 2002 með Þormóði Egilssyni. Einar skoraði umdeilt mark fyrir KR árið 1995.
Einar Þór fagnar hér Íslandsmeistaratitli 2002 með Þormóði Egilssyni. Einar skoraði umdeilt mark fyrir KR árið 1995.

Fótbolti Síðara markið sem Bjarni Guðjónsson skoraði fyrir ÍA gegn Keflavík í fyrrakvöld á sér ekki mörg fordæmi en svipað atvik átti sér stað í leik KR og Fram árið 1995.



Í stöðunni 1-1 meiðist KR-ingur og Framarar sparka boltanum út af. KR tekur innkast og spila boltanum áfram í sókn þar sem Einar Þór Daníelsson skorar gegn óviðbúinni vörn Framara.



„Við vildum meina að leikurinn hafi aldrei stöðvast vegna meiðsla. Það getur vel verið að það hafi verið misskilningur í gangi," sagði Einar Þór þegar hann rifjar atvikið upp. Hann segir að aldrei hafi komið til greina að gefa Fram mark.



„Framarar voru súrir en það voru engin slagsmál eða leiðindi sem fylgdu," sagði Einar. Þess má svo geta að Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, var þá þjálfari KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×