Sprengjuhótun í Moskvu 3. júlí 2007 09:15 Birgir Þórarinsson og félagar í hljómsveitinni Gus Gus lentu í óskemmtilegri lífsreynslu í Moskvu um helgina. Rýma þurfti tónleikastað þeirra eftir að sprengjuhótun barst tónleikahöldurum. Engan sakaði. „Það fór aðeins um okkur,“ segir Birgir Þórarinsson liðsmaður Gus Gus, en sveitin varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu í Moskvu um helgina. Hljómsveitin átti að spila í vöruskemmu frammi fyrir sex þúsund manns þegar ljósin í húsinu voru kveikt og rödd bað alla gesti um að fara út. Hafði þá tónleikahöldurum borist sprengjuhótun en ekki er ljóst frá hverjum hún var. Hótunin kom aðeins tíu mínútum áður en Gus Gus átti að stíga á stokk. Birgir vildi hins vegar ekki meina að henni hefði verið beint gegn sveitinni. Eftir að húsið hafði verið fínkembt og lögreglan leitað af sér allan grun um að enga sprengju væri að finna héldu tónleikarnir áfram eins og ekkert hefði ískorist. „Reyndar voru þarna nýorðnar mæður sem voru ekki alveg rónni og ekki sannfærðar um ágæti leitarinnar. Við höfum hins vegar ýmsu vanir og teljum okkur nú hafa lent í svaðalegri hlutum,“ bætir Birgir við og rifjar upp æði spennuþrungna flugferð sveitarinnar með rússneskri rellu frá Mosvku til Siberíu. „Þá vorum við alveg sannfærð um að þetta væri okkar síðasta,“ segir Birgir sem vonaðist einna helst til að græjurnar þeirra myndu skila sér aftur. Gus Gus hefur verið á ferð og flugi að undanförnu og spilaði meðal annars á hinni bresku Glastonbury. Eins og komið hefur fram var úrhellisrigning nánast allan tímann og allt svæði eitt forarsvað. „Og sú ferð hófst reyndar ekkert alltof vel því rútan okkar bilaði og ferðaplan fór úr böndunum,“ segir Birgir. „Þegar við síðan komum á svæðið þá var úrhellisrigning allan tímann. En þegar við byrjuðum að spila þá tók sólin uppá því að fara glenna sig og Stebbi Steph bað alla um að rífa sig uppá rassgatinu og hrista á sér skrokkinn,“ segir Birgir sem taldi þetta vera eina eftirlætistónleika sína. „Það er nefnilega svolítið öðruvísi fyrir svona Nasa-sveit eins og okkur að leika fyrir tíu þúsund manns.“ Gus Gus er hvergi nærri hætt sínum ferðalögum þrátt fyrir svaðilfarirnar í Rússlandi. Hún stefnir ótrauð á að spila á tónlistarhátíðum í Austur-Evrópu og svo er stefnt á að fara í víking til Bretlands og Bandaríkjanna þegar hausta tekur. f Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
„Það fór aðeins um okkur,“ segir Birgir Þórarinsson liðsmaður Gus Gus, en sveitin varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu í Moskvu um helgina. Hljómsveitin átti að spila í vöruskemmu frammi fyrir sex þúsund manns þegar ljósin í húsinu voru kveikt og rödd bað alla gesti um að fara út. Hafði þá tónleikahöldurum borist sprengjuhótun en ekki er ljóst frá hverjum hún var. Hótunin kom aðeins tíu mínútum áður en Gus Gus átti að stíga á stokk. Birgir vildi hins vegar ekki meina að henni hefði verið beint gegn sveitinni. Eftir að húsið hafði verið fínkembt og lögreglan leitað af sér allan grun um að enga sprengju væri að finna héldu tónleikarnir áfram eins og ekkert hefði ískorist. „Reyndar voru þarna nýorðnar mæður sem voru ekki alveg rónni og ekki sannfærðar um ágæti leitarinnar. Við höfum hins vegar ýmsu vanir og teljum okkur nú hafa lent í svaðalegri hlutum,“ bætir Birgir við og rifjar upp æði spennuþrungna flugferð sveitarinnar með rússneskri rellu frá Mosvku til Siberíu. „Þá vorum við alveg sannfærð um að þetta væri okkar síðasta,“ segir Birgir sem vonaðist einna helst til að græjurnar þeirra myndu skila sér aftur. Gus Gus hefur verið á ferð og flugi að undanförnu og spilaði meðal annars á hinni bresku Glastonbury. Eins og komið hefur fram var úrhellisrigning nánast allan tímann og allt svæði eitt forarsvað. „Og sú ferð hófst reyndar ekkert alltof vel því rútan okkar bilaði og ferðaplan fór úr böndunum,“ segir Birgir. „Þegar við síðan komum á svæðið þá var úrhellisrigning allan tímann. En þegar við byrjuðum að spila þá tók sólin uppá því að fara glenna sig og Stebbi Steph bað alla um að rífa sig uppá rassgatinu og hrista á sér skrokkinn,“ segir Birgir sem taldi þetta vera eina eftirlætistónleika sína. „Það er nefnilega svolítið öðruvísi fyrir svona Nasa-sveit eins og okkur að leika fyrir tíu þúsund manns.“ Gus Gus er hvergi nærri hætt sínum ferðalögum þrátt fyrir svaðilfarirnar í Rússlandi. Hún stefnir ótrauð á að spila á tónlistarhátíðum í Austur-Evrópu og svo er stefnt á að fara í víking til Bretlands og Bandaríkjanna þegar hausta tekur. f
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira