Sprengjuhótun í Moskvu 3. júlí 2007 09:15 Birgir Þórarinsson og félagar í hljómsveitinni Gus Gus lentu í óskemmtilegri lífsreynslu í Moskvu um helgina. Rýma þurfti tónleikastað þeirra eftir að sprengjuhótun barst tónleikahöldurum. Engan sakaði. „Það fór aðeins um okkur,“ segir Birgir Þórarinsson liðsmaður Gus Gus, en sveitin varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu í Moskvu um helgina. Hljómsveitin átti að spila í vöruskemmu frammi fyrir sex þúsund manns þegar ljósin í húsinu voru kveikt og rödd bað alla gesti um að fara út. Hafði þá tónleikahöldurum borist sprengjuhótun en ekki er ljóst frá hverjum hún var. Hótunin kom aðeins tíu mínútum áður en Gus Gus átti að stíga á stokk. Birgir vildi hins vegar ekki meina að henni hefði verið beint gegn sveitinni. Eftir að húsið hafði verið fínkembt og lögreglan leitað af sér allan grun um að enga sprengju væri að finna héldu tónleikarnir áfram eins og ekkert hefði ískorist. „Reyndar voru þarna nýorðnar mæður sem voru ekki alveg rónni og ekki sannfærðar um ágæti leitarinnar. Við höfum hins vegar ýmsu vanir og teljum okkur nú hafa lent í svaðalegri hlutum,“ bætir Birgir við og rifjar upp æði spennuþrungna flugferð sveitarinnar með rússneskri rellu frá Mosvku til Siberíu. „Þá vorum við alveg sannfærð um að þetta væri okkar síðasta,“ segir Birgir sem vonaðist einna helst til að græjurnar þeirra myndu skila sér aftur. Gus Gus hefur verið á ferð og flugi að undanförnu og spilaði meðal annars á hinni bresku Glastonbury. Eins og komið hefur fram var úrhellisrigning nánast allan tímann og allt svæði eitt forarsvað. „Og sú ferð hófst reyndar ekkert alltof vel því rútan okkar bilaði og ferðaplan fór úr böndunum,“ segir Birgir. „Þegar við síðan komum á svæðið þá var úrhellisrigning allan tímann. En þegar við byrjuðum að spila þá tók sólin uppá því að fara glenna sig og Stebbi Steph bað alla um að rífa sig uppá rassgatinu og hrista á sér skrokkinn,“ segir Birgir sem taldi þetta vera eina eftirlætistónleika sína. „Það er nefnilega svolítið öðruvísi fyrir svona Nasa-sveit eins og okkur að leika fyrir tíu þúsund manns.“ Gus Gus er hvergi nærri hætt sínum ferðalögum þrátt fyrir svaðilfarirnar í Rússlandi. Hún stefnir ótrauð á að spila á tónlistarhátíðum í Austur-Evrópu og svo er stefnt á að fara í víking til Bretlands og Bandaríkjanna þegar hausta tekur. f Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
„Það fór aðeins um okkur,“ segir Birgir Þórarinsson liðsmaður Gus Gus, en sveitin varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu í Moskvu um helgina. Hljómsveitin átti að spila í vöruskemmu frammi fyrir sex þúsund manns þegar ljósin í húsinu voru kveikt og rödd bað alla gesti um að fara út. Hafði þá tónleikahöldurum borist sprengjuhótun en ekki er ljóst frá hverjum hún var. Hótunin kom aðeins tíu mínútum áður en Gus Gus átti að stíga á stokk. Birgir vildi hins vegar ekki meina að henni hefði verið beint gegn sveitinni. Eftir að húsið hafði verið fínkembt og lögreglan leitað af sér allan grun um að enga sprengju væri að finna héldu tónleikarnir áfram eins og ekkert hefði ískorist. „Reyndar voru þarna nýorðnar mæður sem voru ekki alveg rónni og ekki sannfærðar um ágæti leitarinnar. Við höfum hins vegar ýmsu vanir og teljum okkur nú hafa lent í svaðalegri hlutum,“ bætir Birgir við og rifjar upp æði spennuþrungna flugferð sveitarinnar með rússneskri rellu frá Mosvku til Siberíu. „Þá vorum við alveg sannfærð um að þetta væri okkar síðasta,“ segir Birgir sem vonaðist einna helst til að græjurnar þeirra myndu skila sér aftur. Gus Gus hefur verið á ferð og flugi að undanförnu og spilaði meðal annars á hinni bresku Glastonbury. Eins og komið hefur fram var úrhellisrigning nánast allan tímann og allt svæði eitt forarsvað. „Og sú ferð hófst reyndar ekkert alltof vel því rútan okkar bilaði og ferðaplan fór úr böndunum,“ segir Birgir. „Þegar við síðan komum á svæðið þá var úrhellisrigning allan tímann. En þegar við byrjuðum að spila þá tók sólin uppá því að fara glenna sig og Stebbi Steph bað alla um að rífa sig uppá rassgatinu og hrista á sér skrokkinn,“ segir Birgir sem taldi þetta vera eina eftirlætistónleika sína. „Það er nefnilega svolítið öðruvísi fyrir svona Nasa-sveit eins og okkur að leika fyrir tíu þúsund manns.“ Gus Gus er hvergi nærri hætt sínum ferðalögum þrátt fyrir svaðilfarirnar í Rússlandi. Hún stefnir ótrauð á að spila á tónlistarhátíðum í Austur-Evrópu og svo er stefnt á að fara í víking til Bretlands og Bandaríkjanna þegar hausta tekur. f
Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein