Sprengjuhótun í Moskvu 3. júlí 2007 09:15 Birgir Þórarinsson og félagar í hljómsveitinni Gus Gus lentu í óskemmtilegri lífsreynslu í Moskvu um helgina. Rýma þurfti tónleikastað þeirra eftir að sprengjuhótun barst tónleikahöldurum. Engan sakaði. „Það fór aðeins um okkur,“ segir Birgir Þórarinsson liðsmaður Gus Gus, en sveitin varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu í Moskvu um helgina. Hljómsveitin átti að spila í vöruskemmu frammi fyrir sex þúsund manns þegar ljósin í húsinu voru kveikt og rödd bað alla gesti um að fara út. Hafði þá tónleikahöldurum borist sprengjuhótun en ekki er ljóst frá hverjum hún var. Hótunin kom aðeins tíu mínútum áður en Gus Gus átti að stíga á stokk. Birgir vildi hins vegar ekki meina að henni hefði verið beint gegn sveitinni. Eftir að húsið hafði verið fínkembt og lögreglan leitað af sér allan grun um að enga sprengju væri að finna héldu tónleikarnir áfram eins og ekkert hefði ískorist. „Reyndar voru þarna nýorðnar mæður sem voru ekki alveg rónni og ekki sannfærðar um ágæti leitarinnar. Við höfum hins vegar ýmsu vanir og teljum okkur nú hafa lent í svaðalegri hlutum,“ bætir Birgir við og rifjar upp æði spennuþrungna flugferð sveitarinnar með rússneskri rellu frá Mosvku til Siberíu. „Þá vorum við alveg sannfærð um að þetta væri okkar síðasta,“ segir Birgir sem vonaðist einna helst til að græjurnar þeirra myndu skila sér aftur. Gus Gus hefur verið á ferð og flugi að undanförnu og spilaði meðal annars á hinni bresku Glastonbury. Eins og komið hefur fram var úrhellisrigning nánast allan tímann og allt svæði eitt forarsvað. „Og sú ferð hófst reyndar ekkert alltof vel því rútan okkar bilaði og ferðaplan fór úr böndunum,“ segir Birgir. „Þegar við síðan komum á svæðið þá var úrhellisrigning allan tímann. En þegar við byrjuðum að spila þá tók sólin uppá því að fara glenna sig og Stebbi Steph bað alla um að rífa sig uppá rassgatinu og hrista á sér skrokkinn,“ segir Birgir sem taldi þetta vera eina eftirlætistónleika sína. „Það er nefnilega svolítið öðruvísi fyrir svona Nasa-sveit eins og okkur að leika fyrir tíu þúsund manns.“ Gus Gus er hvergi nærri hætt sínum ferðalögum þrátt fyrir svaðilfarirnar í Rússlandi. Hún stefnir ótrauð á að spila á tónlistarhátíðum í Austur-Evrópu og svo er stefnt á að fara í víking til Bretlands og Bandaríkjanna þegar hausta tekur. f Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Það fór aðeins um okkur,“ segir Birgir Þórarinsson liðsmaður Gus Gus, en sveitin varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu í Moskvu um helgina. Hljómsveitin átti að spila í vöruskemmu frammi fyrir sex þúsund manns þegar ljósin í húsinu voru kveikt og rödd bað alla gesti um að fara út. Hafði þá tónleikahöldurum borist sprengjuhótun en ekki er ljóst frá hverjum hún var. Hótunin kom aðeins tíu mínútum áður en Gus Gus átti að stíga á stokk. Birgir vildi hins vegar ekki meina að henni hefði verið beint gegn sveitinni. Eftir að húsið hafði verið fínkembt og lögreglan leitað af sér allan grun um að enga sprengju væri að finna héldu tónleikarnir áfram eins og ekkert hefði ískorist. „Reyndar voru þarna nýorðnar mæður sem voru ekki alveg rónni og ekki sannfærðar um ágæti leitarinnar. Við höfum hins vegar ýmsu vanir og teljum okkur nú hafa lent í svaðalegri hlutum,“ bætir Birgir við og rifjar upp æði spennuþrungna flugferð sveitarinnar með rússneskri rellu frá Mosvku til Siberíu. „Þá vorum við alveg sannfærð um að þetta væri okkar síðasta,“ segir Birgir sem vonaðist einna helst til að græjurnar þeirra myndu skila sér aftur. Gus Gus hefur verið á ferð og flugi að undanförnu og spilaði meðal annars á hinni bresku Glastonbury. Eins og komið hefur fram var úrhellisrigning nánast allan tímann og allt svæði eitt forarsvað. „Og sú ferð hófst reyndar ekkert alltof vel því rútan okkar bilaði og ferðaplan fór úr böndunum,“ segir Birgir. „Þegar við síðan komum á svæðið þá var úrhellisrigning allan tímann. En þegar við byrjuðum að spila þá tók sólin uppá því að fara glenna sig og Stebbi Steph bað alla um að rífa sig uppá rassgatinu og hrista á sér skrokkinn,“ segir Birgir sem taldi þetta vera eina eftirlætistónleika sína. „Það er nefnilega svolítið öðruvísi fyrir svona Nasa-sveit eins og okkur að leika fyrir tíu þúsund manns.“ Gus Gus er hvergi nærri hætt sínum ferðalögum þrátt fyrir svaðilfarirnar í Rússlandi. Hún stefnir ótrauð á að spila á tónlistarhátíðum í Austur-Evrópu og svo er stefnt á að fara í víking til Bretlands og Bandaríkjanna þegar hausta tekur. f
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira