Meira fjármagn þarf til rannsókna efnahagsbrota Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 14. júní 2007 19:07 Hvítflibbaglæpir verða algengari með auknu flæði fjármagns í alþjóðasamfélaginu. Arðbærasti glæpurinn í dag er sala á eftirlíkingum tískuvara sem færir mun meiri hagnað en fæst af flutningi og sölu fíkniefna. Mun meira fjármagn þarf til efnahagsrannsókna hér á landi til að takast á við glæpi af þessu tagi.Samtök atvinnulífsins og saksóknari efnahagsbrota stóðu fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel í morgun. Þar voru ræddir svokallaðir hvítflibbaglæpir og viðbrögð við þeim. Hér á landi eru það helst skattalagabrot, auðgunarbrot í rekstri fyrirtækja og tollsvikamál sem koma upp. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota segir Ísland ekki hafa komið nógu vel út í alþjóðlegri úttekt á peningaþvætti. Ljóst sé að fjölga verði í einingunni til að ná alþljóðamarkmiðum.Hann segir bankana hér þó hafa tekið sig mikið á.Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir að íslensk fjármálafyrirtæki séu að komast í fremstu röð meðal Evrópuþjóða í vörnum gegn peningaþvætti.Garðar G. Gíslason hæstaréttarlögmaður segir að tafir á meðferð mála af þessu tagi séu óviðunandi og brot á mannréttindum. Hann kennir um óskilvirku kerfi, mannfæð og of mörgum stofnunum sem komi að málunum. Helgi segir að tvöfalda þurfi starfsmannafjölda og auka fjármagn töluvert inn í efnahagsbrotadeildina svo unnt sé að sinna málum á viðunandi hátt. Þá vill Helgi aukna heimild til lögreglustjórasátta í málum af þessu tagi þannig að aðilar geti valið um hvort þeir vilji taka málin áfram í dómskerfinu eða ljúka því með þessum hætti. Í Noregi er þessari aðferð beitt með góðum árangri að sögn Helga. Hún sparar bæði tíma og fjármagn þar sem fyrirtæki greiða tugi og jafnvel hundruð milljóna í sektir.Sarah Jane Hughes prófessor í lögum ivð háskólann í Indiana í Bandaríkjunum segir arðbærustu efnahagsbrotin brot á einkarétti. Hagnaður af sölu á eftirlíkingum lúxusvara sé meiri en af eiturlyfjjum og vopnasmygli. Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hvítflibbaglæpir verða algengari með auknu flæði fjármagns í alþjóðasamfélaginu. Arðbærasti glæpurinn í dag er sala á eftirlíkingum tískuvara sem færir mun meiri hagnað en fæst af flutningi og sölu fíkniefna. Mun meira fjármagn þarf til efnahagsrannsókna hér á landi til að takast á við glæpi af þessu tagi.Samtök atvinnulífsins og saksóknari efnahagsbrota stóðu fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel í morgun. Þar voru ræddir svokallaðir hvítflibbaglæpir og viðbrögð við þeim. Hér á landi eru það helst skattalagabrot, auðgunarbrot í rekstri fyrirtækja og tollsvikamál sem koma upp. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota segir Ísland ekki hafa komið nógu vel út í alþjóðlegri úttekt á peningaþvætti. Ljóst sé að fjölga verði í einingunni til að ná alþljóðamarkmiðum.Hann segir bankana hér þó hafa tekið sig mikið á.Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir að íslensk fjármálafyrirtæki séu að komast í fremstu röð meðal Evrópuþjóða í vörnum gegn peningaþvætti.Garðar G. Gíslason hæstaréttarlögmaður segir að tafir á meðferð mála af þessu tagi séu óviðunandi og brot á mannréttindum. Hann kennir um óskilvirku kerfi, mannfæð og of mörgum stofnunum sem komi að málunum. Helgi segir að tvöfalda þurfi starfsmannafjölda og auka fjármagn töluvert inn í efnahagsbrotadeildina svo unnt sé að sinna málum á viðunandi hátt. Þá vill Helgi aukna heimild til lögreglustjórasátta í málum af þessu tagi þannig að aðilar geti valið um hvort þeir vilji taka málin áfram í dómskerfinu eða ljúka því með þessum hætti. Í Noregi er þessari aðferð beitt með góðum árangri að sögn Helga. Hún sparar bæði tíma og fjármagn þar sem fyrirtæki greiða tugi og jafnvel hundruð milljóna í sektir.Sarah Jane Hughes prófessor í lögum ivð háskólann í Indiana í Bandaríkjunum segir arðbærustu efnahagsbrotin brot á einkarétti. Hagnaður af sölu á eftirlíkingum lúxusvara sé meiri en af eiturlyfjjum og vopnasmygli.
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira