Innlent

Alþjóðleikar ungmenna í næstu viku

Alþjóðaleikar ungmenna verða haldnir í Laugardal í næstu viku og hefjast þeir með glæsilegri opnunarhátíð fimmtudaginn 21. júní. Keppni fer fram föstudag og laugardag og úrslitakeppni verður sunnudaginn 24. júní. Gert er ráð fyrir að erlendir gestir vegna leikanna verði um tvö þúsund og stendur undirbúningur sem hæst þessa dagana fyrir komu gestanna.

Alþjóðaleikar ungmenna er fjölmennasti alþjóðlegi íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi. Um tólf hundruð keppendur á aldrinum 12-15 ára eru væntanlegir til landsins og með þeim í för verður mikill fjöldi þjálfara og foreldra. Innlendir keppendur verða þrjú hundruð og koma frá íþróttafélögum um allt land. Stærstur hluti leikanna fer fram í Laugardal og verður keppt í frjálsum íþróttum, sundi, knattspyrnu, handbolta, júdó, badminton og golfi. Áhorfendur eru velkomnir á alla þætti leikanna og er aðgangur ókeypis, segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum leikanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×