Breskum réttardómstjóra falið að rannsaka banaslys í Hallormsstaðarskógi 14. júní 2007 16:50 Lögreglan á Egilsstöðum fór með rannsókn málsins á sínum tíma. MYND/GVA Réttarrannsókn á Englandi sem staðið hefur yfir vegna banaslyss í Hallormsstaðarskógi í ágúst 2005 hefur verið frestað. Beðið er eftir frekari upplýsingum frá íslenskum yfirvöldum vegna málsins. Fjölskylda enskra hjóna frá Glastonbury, sem létust þegar bíll þeirra lenti í árekstri við flutningabíl á vegum Samskipa, er ósátt við að mál hafi ekki verið höfðað gegn bílstjóra flutningabílsins þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að bílnum hafi verið illa við haldið. Breska dagblaðið Western Gazette greinir frá því í dag að þrátt fyrir þessi sönnunargögn hafi saksóknarar á Íslandi fallið frá málssókn vegna þess að ekki þótti nægilega öruggt að sönnunargögnin dyggðu til sakfellingar í málinu. Fjölskylda hjónanna áfrýjaði þeim úrskurði á sínum tíma en þó ekki fyrr en frestur til þess hafði runnið út. Bróðir mannsins sem lést gagnrýnir íslensk stjórnvöld í málinu vegna þess að gögn í málinu voru ekki þýdd á ensku fyrr en mörgum mánuðum eftir að rétturinn til áfrýjunnar hafði runnið út. Í réttarrannsókninni kom fram að hjónin, þau Anthony og Julie Taylor, hafi verið í fríi á Íslandi þegar bíll sem þau voru farþegar í lenti í árekstri við flutningabílinn. Rannsókn leiddi í ljós að bíll þeirra hafi verið í fullkomnu lagi og á leyfilegum hraða. Flutningabíllinn er hins vegar sagður hafa verið í slæmu ásigkomulagi. Framdekk bílsins voru loftlaus sem og hjólbarðar tengivagnsins. Þetta er talið hafa leitt til þess að hemlunarbúnaður bílsins hafi ekki virkað sem skyldi. Ennfremur kom fram við rannsókn málsins að farmur bílsins var ekki nægilega vel festur. Réttardómstjóra í Somerset sýslu á Englandi hefur því verið falið óska eftir frekari upplýsingum um málið frá íslenskum yfirvöldum og hefur réttarrannsókninni því verið frestað uns þær berast. Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Réttarrannsókn á Englandi sem staðið hefur yfir vegna banaslyss í Hallormsstaðarskógi í ágúst 2005 hefur verið frestað. Beðið er eftir frekari upplýsingum frá íslenskum yfirvöldum vegna málsins. Fjölskylda enskra hjóna frá Glastonbury, sem létust þegar bíll þeirra lenti í árekstri við flutningabíl á vegum Samskipa, er ósátt við að mál hafi ekki verið höfðað gegn bílstjóra flutningabílsins þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að bílnum hafi verið illa við haldið. Breska dagblaðið Western Gazette greinir frá því í dag að þrátt fyrir þessi sönnunargögn hafi saksóknarar á Íslandi fallið frá málssókn vegna þess að ekki þótti nægilega öruggt að sönnunargögnin dyggðu til sakfellingar í málinu. Fjölskylda hjónanna áfrýjaði þeim úrskurði á sínum tíma en þó ekki fyrr en frestur til þess hafði runnið út. Bróðir mannsins sem lést gagnrýnir íslensk stjórnvöld í málinu vegna þess að gögn í málinu voru ekki þýdd á ensku fyrr en mörgum mánuðum eftir að rétturinn til áfrýjunnar hafði runnið út. Í réttarrannsókninni kom fram að hjónin, þau Anthony og Julie Taylor, hafi verið í fríi á Íslandi þegar bíll sem þau voru farþegar í lenti í árekstri við flutningabílinn. Rannsókn leiddi í ljós að bíll þeirra hafi verið í fullkomnu lagi og á leyfilegum hraða. Flutningabíllinn er hins vegar sagður hafa verið í slæmu ásigkomulagi. Framdekk bílsins voru loftlaus sem og hjólbarðar tengivagnsins. Þetta er talið hafa leitt til þess að hemlunarbúnaður bílsins hafi ekki virkað sem skyldi. Ennfremur kom fram við rannsókn málsins að farmur bílsins var ekki nægilega vel festur. Réttardómstjóra í Somerset sýslu á Englandi hefur því verið falið óska eftir frekari upplýsingum um málið frá íslenskum yfirvöldum og hefur réttarrannsókninni því verið frestað uns þær berast.
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira