Kalt og hvasst á toppnum 14. júní 2007 07:30 Sigurður er ekki hrifinn á háhýsum á Íslandi því þau geti búið til hættulegar hviður. Nýjar og glæsilegar íbúðir verða afhentar í haust í Skuggahverfinu við Vatnsstíg en það er 101 Skuggahverfi sem byggir þær. Nýlega var opnað fyrir tilboð í 2. áfanga og þar vekur athygli að toppíbúðin við Vatnsstíg 16 er talin kosta litlar 220 milljónir. Íbúðin er á tveimur á hæðum, er rúmir 310 fermetrar á tveimur hæðum, með þakgarð og er í ríflega 54 metra hæð. Og hinn heppni íbúi verður ekki svikinn af útsýninu sem nær eins langt og augað eygir. Hins vegar gæti blásið ansi hressilega um þann sem hreppir hnossið ef marka má orð Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings. „Það liggur alveg fyrir að vindhraði eykst eftir því sem hærra er komið. Og þarna getur hann aukist um allt að tuttugu prósentum við vissar aðstæður," útskýrir Sigurður og bætir því við að líklega verði allt að hálfri gráðu kaldara þarna uppi en niðri. „Sem sannar hið fornkveðna, að það er kalt á toppnum," segir Sigurður í léttum dúr en áréttar í mun alvarlegri tón að hviður í verstu veðrum gætu orðið ansi snarpar. „Suðaustan-áttin verður aldrei skemmtileg þarna og norðanáttin gæti orðið svöl. Þess á milli verður þetta hins vegar alveg sæmilegt." Skuggahverfið. Glæsilegar íbúðir taka brátt að rísa við Vatnsstíg, þar af ein á tveimur hæðum með þakgarði. Hvað þakgarð í þessari hæð varðar segir veðurfræðingurinn að íbúarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því hvað vind varðar þótt eflaust gætu saltagnir í loftinu reynst erfiður ljár í þúfu. „Fólk þarf bara að velja sér gróður við hæfi," útskýrir Sigurður sem er sjálfur ekki par hrifinn af byggingu háhýsa á Íslandi og segir arkitektúr ekki taka nægjanlega mikið tillit til íslensks veðurfars. Og þá ekki síst vindsins. „Slíkir turnar búa til vindstrengi og hviður sem oft á tíðum geta verið hættulegar og hafa valdið því að þungir hlutir takast á loft. Þá ekki síst þegar tveir slíkir koma saman," útskýrir hann en bætir því þó við að með hækkandi hitastigi jarðar gætu válynd veður heyrt sögunni til á Íslandi. „Menn verða þó að taka það með í reikninginn að við búum á einhverju mesta vindrassgati á byggðu bóli." Harpa Þorláksdóttir, markaðsstjóri 101 Skuggahverfis, hafði litlar áhyggjur af gróðrinum í þakgarðinum. „Íbúðir þarna í kring eru með slíka garða og arkitektarnir hljóta að hafa hugsað útí þetta," segir hún. Harpa telur mikinn áhuga vera á þessum íbúðum og þegar séu nokkur hundruð manns á lista yfir áhugasama en það einskorðist ekki við glæsiíbúðina við Vatnsstíg. Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Nýjar og glæsilegar íbúðir verða afhentar í haust í Skuggahverfinu við Vatnsstíg en það er 101 Skuggahverfi sem byggir þær. Nýlega var opnað fyrir tilboð í 2. áfanga og þar vekur athygli að toppíbúðin við Vatnsstíg 16 er talin kosta litlar 220 milljónir. Íbúðin er á tveimur á hæðum, er rúmir 310 fermetrar á tveimur hæðum, með þakgarð og er í ríflega 54 metra hæð. Og hinn heppni íbúi verður ekki svikinn af útsýninu sem nær eins langt og augað eygir. Hins vegar gæti blásið ansi hressilega um þann sem hreppir hnossið ef marka má orð Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings. „Það liggur alveg fyrir að vindhraði eykst eftir því sem hærra er komið. Og þarna getur hann aukist um allt að tuttugu prósentum við vissar aðstæður," útskýrir Sigurður og bætir því við að líklega verði allt að hálfri gráðu kaldara þarna uppi en niðri. „Sem sannar hið fornkveðna, að það er kalt á toppnum," segir Sigurður í léttum dúr en áréttar í mun alvarlegri tón að hviður í verstu veðrum gætu orðið ansi snarpar. „Suðaustan-áttin verður aldrei skemmtileg þarna og norðanáttin gæti orðið svöl. Þess á milli verður þetta hins vegar alveg sæmilegt." Skuggahverfið. Glæsilegar íbúðir taka brátt að rísa við Vatnsstíg, þar af ein á tveimur hæðum með þakgarði. Hvað þakgarð í þessari hæð varðar segir veðurfræðingurinn að íbúarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því hvað vind varðar þótt eflaust gætu saltagnir í loftinu reynst erfiður ljár í þúfu. „Fólk þarf bara að velja sér gróður við hæfi," útskýrir Sigurður sem er sjálfur ekki par hrifinn af byggingu háhýsa á Íslandi og segir arkitektúr ekki taka nægjanlega mikið tillit til íslensks veðurfars. Og þá ekki síst vindsins. „Slíkir turnar búa til vindstrengi og hviður sem oft á tíðum geta verið hættulegar og hafa valdið því að þungir hlutir takast á loft. Þá ekki síst þegar tveir slíkir koma saman," útskýrir hann en bætir því þó við að með hækkandi hitastigi jarðar gætu válynd veður heyrt sögunni til á Íslandi. „Menn verða þó að taka það með í reikninginn að við búum á einhverju mesta vindrassgati á byggðu bóli." Harpa Þorláksdóttir, markaðsstjóri 101 Skuggahverfis, hafði litlar áhyggjur af gróðrinum í þakgarðinum. „Íbúðir þarna í kring eru með slíka garða og arkitektarnir hljóta að hafa hugsað útí þetta," segir hún. Harpa telur mikinn áhuga vera á þessum íbúðum og þegar séu nokkur hundruð manns á lista yfir áhugasama en það einskorðist ekki við glæsiíbúðina við Vatnsstíg.
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning