Kalt og hvasst á toppnum 14. júní 2007 07:30 Sigurður er ekki hrifinn á háhýsum á Íslandi því þau geti búið til hættulegar hviður. Nýjar og glæsilegar íbúðir verða afhentar í haust í Skuggahverfinu við Vatnsstíg en það er 101 Skuggahverfi sem byggir þær. Nýlega var opnað fyrir tilboð í 2. áfanga og þar vekur athygli að toppíbúðin við Vatnsstíg 16 er talin kosta litlar 220 milljónir. Íbúðin er á tveimur á hæðum, er rúmir 310 fermetrar á tveimur hæðum, með þakgarð og er í ríflega 54 metra hæð. Og hinn heppni íbúi verður ekki svikinn af útsýninu sem nær eins langt og augað eygir. Hins vegar gæti blásið ansi hressilega um þann sem hreppir hnossið ef marka má orð Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings. „Það liggur alveg fyrir að vindhraði eykst eftir því sem hærra er komið. Og þarna getur hann aukist um allt að tuttugu prósentum við vissar aðstæður," útskýrir Sigurður og bætir því við að líklega verði allt að hálfri gráðu kaldara þarna uppi en niðri. „Sem sannar hið fornkveðna, að það er kalt á toppnum," segir Sigurður í léttum dúr en áréttar í mun alvarlegri tón að hviður í verstu veðrum gætu orðið ansi snarpar. „Suðaustan-áttin verður aldrei skemmtileg þarna og norðanáttin gæti orðið svöl. Þess á milli verður þetta hins vegar alveg sæmilegt." Skuggahverfið. Glæsilegar íbúðir taka brátt að rísa við Vatnsstíg, þar af ein á tveimur hæðum með þakgarði. Hvað þakgarð í þessari hæð varðar segir veðurfræðingurinn að íbúarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því hvað vind varðar þótt eflaust gætu saltagnir í loftinu reynst erfiður ljár í þúfu. „Fólk þarf bara að velja sér gróður við hæfi," útskýrir Sigurður sem er sjálfur ekki par hrifinn af byggingu háhýsa á Íslandi og segir arkitektúr ekki taka nægjanlega mikið tillit til íslensks veðurfars. Og þá ekki síst vindsins. „Slíkir turnar búa til vindstrengi og hviður sem oft á tíðum geta verið hættulegar og hafa valdið því að þungir hlutir takast á loft. Þá ekki síst þegar tveir slíkir koma saman," útskýrir hann en bætir því þó við að með hækkandi hitastigi jarðar gætu válynd veður heyrt sögunni til á Íslandi. „Menn verða þó að taka það með í reikninginn að við búum á einhverju mesta vindrassgati á byggðu bóli." Harpa Þorláksdóttir, markaðsstjóri 101 Skuggahverfis, hafði litlar áhyggjur af gróðrinum í þakgarðinum. „Íbúðir þarna í kring eru með slíka garða og arkitektarnir hljóta að hafa hugsað útí þetta," segir hún. Harpa telur mikinn áhuga vera á þessum íbúðum og þegar séu nokkur hundruð manns á lista yfir áhugasama en það einskorðist ekki við glæsiíbúðina við Vatnsstíg. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Nýjar og glæsilegar íbúðir verða afhentar í haust í Skuggahverfinu við Vatnsstíg en það er 101 Skuggahverfi sem byggir þær. Nýlega var opnað fyrir tilboð í 2. áfanga og þar vekur athygli að toppíbúðin við Vatnsstíg 16 er talin kosta litlar 220 milljónir. Íbúðin er á tveimur á hæðum, er rúmir 310 fermetrar á tveimur hæðum, með þakgarð og er í ríflega 54 metra hæð. Og hinn heppni íbúi verður ekki svikinn af útsýninu sem nær eins langt og augað eygir. Hins vegar gæti blásið ansi hressilega um þann sem hreppir hnossið ef marka má orð Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings. „Það liggur alveg fyrir að vindhraði eykst eftir því sem hærra er komið. Og þarna getur hann aukist um allt að tuttugu prósentum við vissar aðstæður," útskýrir Sigurður og bætir því við að líklega verði allt að hálfri gráðu kaldara þarna uppi en niðri. „Sem sannar hið fornkveðna, að það er kalt á toppnum," segir Sigurður í léttum dúr en áréttar í mun alvarlegri tón að hviður í verstu veðrum gætu orðið ansi snarpar. „Suðaustan-áttin verður aldrei skemmtileg þarna og norðanáttin gæti orðið svöl. Þess á milli verður þetta hins vegar alveg sæmilegt." Skuggahverfið. Glæsilegar íbúðir taka brátt að rísa við Vatnsstíg, þar af ein á tveimur hæðum með þakgarði. Hvað þakgarð í þessari hæð varðar segir veðurfræðingurinn að íbúarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því hvað vind varðar þótt eflaust gætu saltagnir í loftinu reynst erfiður ljár í þúfu. „Fólk þarf bara að velja sér gróður við hæfi," útskýrir Sigurður sem er sjálfur ekki par hrifinn af byggingu háhýsa á Íslandi og segir arkitektúr ekki taka nægjanlega mikið tillit til íslensks veðurfars. Og þá ekki síst vindsins. „Slíkir turnar búa til vindstrengi og hviður sem oft á tíðum geta verið hættulegar og hafa valdið því að þungir hlutir takast á loft. Þá ekki síst þegar tveir slíkir koma saman," útskýrir hann en bætir því þó við að með hækkandi hitastigi jarðar gætu válynd veður heyrt sögunni til á Íslandi. „Menn verða þó að taka það með í reikninginn að við búum á einhverju mesta vindrassgati á byggðu bóli." Harpa Þorláksdóttir, markaðsstjóri 101 Skuggahverfis, hafði litlar áhyggjur af gróðrinum í þakgarðinum. „Íbúðir þarna í kring eru með slíka garða og arkitektarnir hljóta að hafa hugsað útí þetta," segir hún. Harpa telur mikinn áhuga vera á þessum íbúðum og þegar séu nokkur hundruð manns á lista yfir áhugasama en það einskorðist ekki við glæsiíbúðina við Vatnsstíg.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira