Símasölumaður og sex ára stúlka vekja heimsathygli 17. júní 2007 01:00 Er fremur lágvaxinn, þunnhærður, nokkuð yfir kjörþyngd og með skakkar tennur. Samt er hann heitasti tenór Bretlandseyja um þessar mundir, fyrir utan Garðar Thor Cortes. Paul Potts, 36 ára gamall símasölumaður frá Wales, og hinn 6 ára gamla Connie Talbot frá Englandi, gerðu Simon Cowell orðlausan með frammistöðu sinni í breskum raunveruleikaþætti í vikunni. Paul og Connie komu fram í þættinum Britain's Got Talent í vikunni sem sýndur er á ITV sjónvarpsstöðinni í Bretlandi. Þátturinn er í anda Idol, X-Factor og fleiri sambærilegra þátta og gengur út á að finna hæfileikaríka listamenn. Cowell er yfirmaður dómnefndar, en auk hans eru leikkonan Amanda Holden og fyrrum ritstjórinn Piers Morgan í dómnefnd. Blygðunarlaust er hægt að halda því fram að Paul Potts hafi ekki beint poppstjörnuútlitið með sér. Svipbrigðin á dómnefndinni þegar Potts gekk upp á svið bar þess merki að þarna væri á ferð maður sem væri um það bil að fara að gera sig að fífli. Annað átti eftir að koma á daginn. Potts flutti hinn þekkta óperuslagara Nessun Dorma á hádramatískan hátt og skildi stóran hluta af 2000 manna áhorfendaskaranum eftir í tárum. Dómnefndin, þar á meðal Cowell, var agndofa yfir silkimjúkum tenórbarka símasalans og trúði varla sínum eigin eyrum né augum. „Þetta var eitthvað allt annað en ég bjóst við. Þetta var stórkostlegt," sagði Cowell eftir flutning Potts og aðrir dómarar tóku í sama streng. Ný stjarna var fundin og þykir Potts nú einna sigurstranglegastur í keppninni ásamt Connie en hún söng hið kunna lag Somewhere over the Rainbow. Dómarar og áhorfendur voru agndofa er þeir hlýddu á flutning Connie og líkt eins og í tilfelli Paul var hún hyllt af áhorfendum eftir söng sinn. Connie heillaði Cowell svo mikið að hann hefur nú þegar boðið henni plötusamning. „Ég hef aldrei fundið fyrir jafn yfirþyrmandi þögn og þegar hún söng. Þetta voru töfrar," sagði Cowell eftir þáttinn. „Ég ætla að spá því að hún muni selja fleiri plötur en Joss Stone á þessu ári," bætti breski dómarinn við, en hann hyggst ræða við móður Connie um hugsanlegan samning. Sjálf viðurkennir móðirin Sharon að hún sé dauðskelkuð vegna allrar þeirrar athygli sem dóttir hennar er að fá. „Ég vil bara að Connie verði áfram sama stelpan og hún er," segir Sharon, sem þó ber ábyrgð á þáttöku dóttur sinnar í þáttunum þar sem hún keypti fyrir hana 3500 króna karókí-tæki fyrir fjórum árum. Það varð til þess að Connie fór að syngja, en hún hefur aldrei sótt söngtíma. Myndskeið af flutningi Paul og Connie í þættinum eru þau vinsælustu á YouTube um þessar mundir. Vel á aðra milljón manns hafa horft á hvort myndskeiðið. Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Paul Potts, 36 ára gamall símasölumaður frá Wales, og hinn 6 ára gamla Connie Talbot frá Englandi, gerðu Simon Cowell orðlausan með frammistöðu sinni í breskum raunveruleikaþætti í vikunni. Paul og Connie komu fram í þættinum Britain's Got Talent í vikunni sem sýndur er á ITV sjónvarpsstöðinni í Bretlandi. Þátturinn er í anda Idol, X-Factor og fleiri sambærilegra þátta og gengur út á að finna hæfileikaríka listamenn. Cowell er yfirmaður dómnefndar, en auk hans eru leikkonan Amanda Holden og fyrrum ritstjórinn Piers Morgan í dómnefnd. Blygðunarlaust er hægt að halda því fram að Paul Potts hafi ekki beint poppstjörnuútlitið með sér. Svipbrigðin á dómnefndinni þegar Potts gekk upp á svið bar þess merki að þarna væri á ferð maður sem væri um það bil að fara að gera sig að fífli. Annað átti eftir að koma á daginn. Potts flutti hinn þekkta óperuslagara Nessun Dorma á hádramatískan hátt og skildi stóran hluta af 2000 manna áhorfendaskaranum eftir í tárum. Dómnefndin, þar á meðal Cowell, var agndofa yfir silkimjúkum tenórbarka símasalans og trúði varla sínum eigin eyrum né augum. „Þetta var eitthvað allt annað en ég bjóst við. Þetta var stórkostlegt," sagði Cowell eftir flutning Potts og aðrir dómarar tóku í sama streng. Ný stjarna var fundin og þykir Potts nú einna sigurstranglegastur í keppninni ásamt Connie en hún söng hið kunna lag Somewhere over the Rainbow. Dómarar og áhorfendur voru agndofa er þeir hlýddu á flutning Connie og líkt eins og í tilfelli Paul var hún hyllt af áhorfendum eftir söng sinn. Connie heillaði Cowell svo mikið að hann hefur nú þegar boðið henni plötusamning. „Ég hef aldrei fundið fyrir jafn yfirþyrmandi þögn og þegar hún söng. Þetta voru töfrar," sagði Cowell eftir þáttinn. „Ég ætla að spá því að hún muni selja fleiri plötur en Joss Stone á þessu ári," bætti breski dómarinn við, en hann hyggst ræða við móður Connie um hugsanlegan samning. Sjálf viðurkennir móðirin Sharon að hún sé dauðskelkuð vegna allrar þeirrar athygli sem dóttir hennar er að fá. „Ég vil bara að Connie verði áfram sama stelpan og hún er," segir Sharon, sem þó ber ábyrgð á þáttöku dóttur sinnar í þáttunum þar sem hún keypti fyrir hana 3500 króna karókí-tæki fyrir fjórum árum. Það varð til þess að Connie fór að syngja, en hún hefur aldrei sótt söngtíma. Myndskeið af flutningi Paul og Connie í þættinum eru þau vinsælustu á YouTube um þessar mundir. Vel á aðra milljón manns hafa horft á hvort myndskeiðið.
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira