Mannlíf með besta móti á útihátíðum 4. ágúst 2007 18:30 Neistaflug fer nú fram í Neskaupstað. Tveir dansleikir voru í bænum í nótt, og fóru þeir að mestu vel fram samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í tengslum við ölvun hátíðargesta en lagt var hald á talsvert af áfengi sem unglingar á svæðinu höfðu í fórum sínum. Að sögn Guðmundar R. Gíslasonar, talsmanns Neistaflugs, hefur fjölskyldudagskrá gengið afar vel í dag, mikið er af barnafólki í Neskaupsstað og íþróttamót hafa verið mjög vel sótt. Hljómsveitin Buff mun leika fyrir dansi í íþróttahúsinu í kvöld en veður hefur verið ágætt í Neskaupsstað og betra en spár lofuðu. Ökumaður var tekinn fyrir ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar eystra en á þriðja tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur frá því í gær. Það er sjálfsagt að minna ökumenn á að viðurlög við hraðakstri hafa verið hert verulega. Lögreglan telur að þessi fyrsta nótt Neistaflugs hafi farið vel fram en Lögreglan treystir sér ekki til að meta fjölda hátíðargesta. Á Akureyri hefur mannlífið verið með besta móti. Fjöldi fólks er saman kominn á tveimur tjaldsvæðum í bænum, annars vegar við Þórunnarstræti og hins vegar við Hamra nálægt Kjarnaskógi. Aldurstakmark er á báðum tjaldsvæðum bundið við 23 ár og var það gert til að stemma stigu við ólátum. Þar var allt rólegt í nótt og í dag á Akureyri að sögn lögreglu og segir hún að mikill munur sé á þessari verslunarmannahelgi og hinum síðustu. Unglingamót UMFÍ er á Höfn í Hornafirði um helgina þar sem eru um átta þúsund manns og hefur hátterni gesta verið til fyrirmyndar að sögn lögreglu. Af öðrum útihátíðum má nefna Síldarævintýrið á Siglufirði, Sæludaga í Vatnaskógi og Fjölskyldufjör á Úlfljótsvatni. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Neistaflug fer nú fram í Neskaupstað. Tveir dansleikir voru í bænum í nótt, og fóru þeir að mestu vel fram samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í tengslum við ölvun hátíðargesta en lagt var hald á talsvert af áfengi sem unglingar á svæðinu höfðu í fórum sínum. Að sögn Guðmundar R. Gíslasonar, talsmanns Neistaflugs, hefur fjölskyldudagskrá gengið afar vel í dag, mikið er af barnafólki í Neskaupsstað og íþróttamót hafa verið mjög vel sótt. Hljómsveitin Buff mun leika fyrir dansi í íþróttahúsinu í kvöld en veður hefur verið ágætt í Neskaupsstað og betra en spár lofuðu. Ökumaður var tekinn fyrir ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar eystra en á þriðja tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur frá því í gær. Það er sjálfsagt að minna ökumenn á að viðurlög við hraðakstri hafa verið hert verulega. Lögreglan telur að þessi fyrsta nótt Neistaflugs hafi farið vel fram en Lögreglan treystir sér ekki til að meta fjölda hátíðargesta. Á Akureyri hefur mannlífið verið með besta móti. Fjöldi fólks er saman kominn á tveimur tjaldsvæðum í bænum, annars vegar við Þórunnarstræti og hins vegar við Hamra nálægt Kjarnaskógi. Aldurstakmark er á báðum tjaldsvæðum bundið við 23 ár og var það gert til að stemma stigu við ólátum. Þar var allt rólegt í nótt og í dag á Akureyri að sögn lögreglu og segir hún að mikill munur sé á þessari verslunarmannahelgi og hinum síðustu. Unglingamót UMFÍ er á Höfn í Hornafirði um helgina þar sem eru um átta þúsund manns og hefur hátterni gesta verið til fyrirmyndar að sögn lögreglu. Af öðrum útihátíðum má nefna Síldarævintýrið á Siglufirði, Sæludaga í Vatnaskógi og Fjölskyldufjör á Úlfljótsvatni.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira