Mannlíf með besta móti á útihátíðum 4. ágúst 2007 18:30 Neistaflug fer nú fram í Neskaupstað. Tveir dansleikir voru í bænum í nótt, og fóru þeir að mestu vel fram samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í tengslum við ölvun hátíðargesta en lagt var hald á talsvert af áfengi sem unglingar á svæðinu höfðu í fórum sínum. Að sögn Guðmundar R. Gíslasonar, talsmanns Neistaflugs, hefur fjölskyldudagskrá gengið afar vel í dag, mikið er af barnafólki í Neskaupsstað og íþróttamót hafa verið mjög vel sótt. Hljómsveitin Buff mun leika fyrir dansi í íþróttahúsinu í kvöld en veður hefur verið ágætt í Neskaupsstað og betra en spár lofuðu. Ökumaður var tekinn fyrir ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar eystra en á þriðja tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur frá því í gær. Það er sjálfsagt að minna ökumenn á að viðurlög við hraðakstri hafa verið hert verulega. Lögreglan telur að þessi fyrsta nótt Neistaflugs hafi farið vel fram en Lögreglan treystir sér ekki til að meta fjölda hátíðargesta. Á Akureyri hefur mannlífið verið með besta móti. Fjöldi fólks er saman kominn á tveimur tjaldsvæðum í bænum, annars vegar við Þórunnarstræti og hins vegar við Hamra nálægt Kjarnaskógi. Aldurstakmark er á báðum tjaldsvæðum bundið við 23 ár og var það gert til að stemma stigu við ólátum. Þar var allt rólegt í nótt og í dag á Akureyri að sögn lögreglu og segir hún að mikill munur sé á þessari verslunarmannahelgi og hinum síðustu. Unglingamót UMFÍ er á Höfn í Hornafirði um helgina þar sem eru um átta þúsund manns og hefur hátterni gesta verið til fyrirmyndar að sögn lögreglu. Af öðrum útihátíðum má nefna Síldarævintýrið á Siglufirði, Sæludaga í Vatnaskógi og Fjölskyldufjör á Úlfljótsvatni. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Neistaflug fer nú fram í Neskaupstað. Tveir dansleikir voru í bænum í nótt, og fóru þeir að mestu vel fram samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í tengslum við ölvun hátíðargesta en lagt var hald á talsvert af áfengi sem unglingar á svæðinu höfðu í fórum sínum. Að sögn Guðmundar R. Gíslasonar, talsmanns Neistaflugs, hefur fjölskyldudagskrá gengið afar vel í dag, mikið er af barnafólki í Neskaupsstað og íþróttamót hafa verið mjög vel sótt. Hljómsveitin Buff mun leika fyrir dansi í íþróttahúsinu í kvöld en veður hefur verið ágætt í Neskaupsstað og betra en spár lofuðu. Ökumaður var tekinn fyrir ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar eystra en á þriðja tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur frá því í gær. Það er sjálfsagt að minna ökumenn á að viðurlög við hraðakstri hafa verið hert verulega. Lögreglan telur að þessi fyrsta nótt Neistaflugs hafi farið vel fram en Lögreglan treystir sér ekki til að meta fjölda hátíðargesta. Á Akureyri hefur mannlífið verið með besta móti. Fjöldi fólks er saman kominn á tveimur tjaldsvæðum í bænum, annars vegar við Þórunnarstræti og hins vegar við Hamra nálægt Kjarnaskógi. Aldurstakmark er á báðum tjaldsvæðum bundið við 23 ár og var það gert til að stemma stigu við ólátum. Þar var allt rólegt í nótt og í dag á Akureyri að sögn lögreglu og segir hún að mikill munur sé á þessari verslunarmannahelgi og hinum síðustu. Unglingamót UMFÍ er á Höfn í Hornafirði um helgina þar sem eru um átta þúsund manns og hefur hátterni gesta verið til fyrirmyndar að sögn lögreglu. Af öðrum útihátíðum má nefna Síldarævintýrið á Siglufirði, Sæludaga í Vatnaskógi og Fjölskyldufjör á Úlfljótsvatni.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira