Innlent

Slasaðist mikið við fall í Glerárgljúfur

Maður féll í Glerárgljúfur skammt ofan Akureyrar á móts við öskuhaugana í Glerárdal á tíunda tímanum í morgun. Björgunarsveitin Súlur var kvödd til aðstoðar lögreglu og sjúkraflutningsmönnum við að ná manninum upp úr gljúfrinu. Nota þurfti sigbúnað og var maðurinn hífður upp úr gljúfrinu í körfu og gekk það greiðlega. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé nánar vitað um tildrög slyssins en talið er að maðurinn sé talsvert slasaður.  Hann var fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×