Lífið

Árleg tískuhátíð í líkingu við Airwaves

Andrea Brabin, framkvæmdastjóri Eskimo models segist stefna að því að Made in Iceland verði árlegur tískuviðburður, svipað og Airwaves er fyrir tónlist.
Andrea Brabin, framkvæmdastjóri Eskimo models segist stefna að því að Made in Iceland verði árlegur tískuviðburður, svipað og Airwaves er fyrir tónlist.

Basecamp og Eskimo standa fyrir viðamikilli tískusýningu í næstu viku, sem vakið hefur áhuga erlendra fjölmiðla. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við gerum eitthvað þessu líkt,“ sagði Andrea Brabin, framkvæmdastjóri Eskimo. „Þetta er ekki Icelandic Fashion week eða neitt í þá áttina. Við erum frekar að lyfta fram grasrótarhönnuðum, sem eru að byrja,“ sagði hún.

Hönnuðirnir eru Aftur, Eygló, Raxel, Starkiller, Ostwald og Forynja. Á sama tíma kynnir Eskimo sextán nýjar fyrirsætur til leiks, undir yfirskriftinni Faces of the year. „Þær sýna föt hönnuðanna,“ útskýrði Andrea. Áherslan er lögð á allt nýtt og ferskt, að sögn Andreu. „Hljómsveitirnar Steed Lord og Sometime spila, en þær eru báðar að gefa út sínar fyrstu plötur á árinu. Við erum svolítið að sýna fram á tenginguna á milli tónlistar og tísku líka. Þetta er eiginlega allt orðið eitt batterí: tónlistarmenn sitja fyrir í tískublöðum og svona,“ sagði hún. „Við stefnum líka að því að þetta verði árlegur viðburður, svipað og Airwaves er fyrir tónlistina.“

 

grasrótarhönnuðir Aftur, merki systranna Hrafnhildar og Báru Hólmgeirsdætra er eitt þeirra sem verður sýnt á Made in Iceland.

Á sýningunni verða útsendarar frá mörgum helstu módelskrifstofum heims og eins hafa tímarit á borð við Dazed and Confused og i-D sýnt mikinn áhuga á viðburðinum. „Margir erlendir fjölmiðlar hafa verið mjög spenntir fyrir því að koma, en maður fær aldrei staðfestingu fyrr en á síðustu stundu,“ varaði Andrea við. Miða á sýninguna má nálgast á miði.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.