Lífið

Lindsay í ruglinu

Lindsay Lohan virðist hafa misstigið sig á refilstigum Hollywood. Bandarísk slúðurpressan heldur því nú fram að sést hafi til leikkonunnar í vafasömu ástandi í nokkrum partýjum í byrjun nóvember.

Stjarnan var fyrr á árinu handtekin fyrir ölvunarakstur og að hafa undir höndum kókaín. Hún var í kjölfarið dæmd til fangelsisvistar og til þess að gangast undir áfengismeðferð. Hún fór ekki í eina heldur tvær, og var þangað til nú talin hafa haldið sig á mottunni eftir þá seinni. Hluta fangelsisvistarinnar tók hún út með því að sinna samfélagsþjónustu. Hún sat svo í síðustu viku inni í 84 mínútur í stjörnufangelsinu í Lynwood, þar sem stallsystir hennar Paris Hilton dvaldi fyrr á árinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.