Hrafn á slóðum forfeðranna 18. maí 2007 07:15 Hópurinn fyrir framan mótmælendakirkjuna í smábænum La Motte Chalencon í Frakklandi, þaðan sem forfeður þeirra flúðu undan ofsóknum. „Við vorum bara að athuga hvaðan forfeður ömmu minnar voru og hvar þeir höfðu búið," segir kvikmyndaleikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson. Hrafn, ásamt fjölda ættingja sinna, lagði upp í mikla reisu um Þýskaland og Ítalíu þar sem þau þræddu smábæi í löndunum í leit að híbýlum forfeðra Ell-enar Sveinsson, eiginkonu Þórðar Sveinssonar, sem var yfirlæknir á Kleppsspítala en Þórður og Ellen eru foreldrar Gunnlaugs heitins Þórðarsonar hæstaréttarlögmanns, föður Hrafns. Og hefur ættin yfirleitt kennt sig við geðsjúkrahúsið og kallað sig Kleppara. „Ég hef reyndar ekki mikið vit á þessari ættfræði og fór eiginlega bara meira til að skemmta mér og sjá," bætir Hrafn við. Hópurinn þvældist út um allt í rútu en elsti ferðalangurinn var Sverrir Þórðarson en hann er eitt eftirlifandi barna Þórðar og Ellenar. Í hádeginu á Rás 1 í gær var ferðasagan síðan lesin í heild sinni og voru það barnabarnabörn þeirra Ellenar og Þórðar, þau Nína Björk Jónsdóttir og leikarinn Ólafur Egill Ólafsson, sem stjórnaði. Nína Björk sagði sjálf að þetta hefði verið mikil upplifun og í raun hefðu þau gert sér grein fyrir því að mannkynssagan væri þeim mun nær en þau hefðu gert sér í hugarlund. „Langamma var dönsk en var komin af frönskum húgenottum sem flúðu ofsóknir í heimalandi sínu," segir Nína. „Hluti af þeim settist að í Danmörku og þar varð til hálfgerð nýlenda þar sem töluð var franska langt fram eftir 19. öldinni," bætir hún við. Hrafn kynnti sér sögu forfeðranna. En Danmörk var aðeins brot af mun stærri heild. „Langafi langömmu var ítalskur og við töldum um tíma að hann hefði verið hermaður í her Napóleons sem herjaði á Evrópu. En eftir að hafa rannsakað málið á netinu komumst við í raun um að hann var hluti af fjónska herliðinu," segir Nína og skellir upp úr enda hafði þá mesti glamúrinn farið af þeirri sögu. „En það sem við lærðum eiginlega mest af þessari ferð er að þessi ætt getur eiginlega farið í endalaus ferðalög enda nóg eftir að skoða," segir Nína. Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
„Við vorum bara að athuga hvaðan forfeður ömmu minnar voru og hvar þeir höfðu búið," segir kvikmyndaleikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson. Hrafn, ásamt fjölda ættingja sinna, lagði upp í mikla reisu um Þýskaland og Ítalíu þar sem þau þræddu smábæi í löndunum í leit að híbýlum forfeðra Ell-enar Sveinsson, eiginkonu Þórðar Sveinssonar, sem var yfirlæknir á Kleppsspítala en Þórður og Ellen eru foreldrar Gunnlaugs heitins Þórðarsonar hæstaréttarlögmanns, föður Hrafns. Og hefur ættin yfirleitt kennt sig við geðsjúkrahúsið og kallað sig Kleppara. „Ég hef reyndar ekki mikið vit á þessari ættfræði og fór eiginlega bara meira til að skemmta mér og sjá," bætir Hrafn við. Hópurinn þvældist út um allt í rútu en elsti ferðalangurinn var Sverrir Þórðarson en hann er eitt eftirlifandi barna Þórðar og Ellenar. Í hádeginu á Rás 1 í gær var ferðasagan síðan lesin í heild sinni og voru það barnabarnabörn þeirra Ellenar og Þórðar, þau Nína Björk Jónsdóttir og leikarinn Ólafur Egill Ólafsson, sem stjórnaði. Nína Björk sagði sjálf að þetta hefði verið mikil upplifun og í raun hefðu þau gert sér grein fyrir því að mannkynssagan væri þeim mun nær en þau hefðu gert sér í hugarlund. „Langamma var dönsk en var komin af frönskum húgenottum sem flúðu ofsóknir í heimalandi sínu," segir Nína. „Hluti af þeim settist að í Danmörku og þar varð til hálfgerð nýlenda þar sem töluð var franska langt fram eftir 19. öldinni," bætir hún við. Hrafn kynnti sér sögu forfeðranna. En Danmörk var aðeins brot af mun stærri heild. „Langafi langömmu var ítalskur og við töldum um tíma að hann hefði verið hermaður í her Napóleons sem herjaði á Evrópu. En eftir að hafa rannsakað málið á netinu komumst við í raun um að hann var hluti af fjónska herliðinu," segir Nína og skellir upp úr enda hafði þá mesti glamúrinn farið af þeirri sögu. „En það sem við lærðum eiginlega mest af þessari ferð er að þessi ætt getur eiginlega farið í endalaus ferðalög enda nóg eftir að skoða," segir Nína.
Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira