Evrópusambandsþingið 18. maí 2007 06:00 Eitt af því sem þing Evrópusambandsins hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir er sú staðreynd að það starfar nánast algerlega án nokkurrar ábyrgðar. Meira en 80% af atkvæðagreiðslunum í þinginu fara fram með handauppréttingum og fyrir vikið er í þeim tilfellum hvergi skráð hvernig hver og einn þingmaður greiðir atkvæði. Þetta þýðir að kjósendur hafa í raun enga hugmynd um það hvað þeir 785 þingmenn sem sæti eiga á þinginu hafa gert og hvað ekki og hafa því afskaplega takmarkaða möguleika á að dæma þá eftir verkum þeirra. Gagnsæið er m.ö.o. ekkert að þessu leyti. Rétt er að hafa það í huga að það sem samþykkt er á Evrópusambandsþinginu verður að lagagerðum sem gilda í aðildarríkjum Evrópusambandsins og brot gegn þeim geta leitt til fangelsisvistar og/eða sekta. Þessi lagasetning er að auki yfir lagasetningu aðildarríkjanna sjálfra sett. Það er því vitaskuld gríðarlega mikilvægt að sem nákvæmast sé staðið að atkvæðagreiðslum í þinginu og atkvæðin rétt talin. Sérstaklega þar sem sú staða getur hæglega komið upp að mjótt sé á munum. En er það svo? Þann 10. maí sl. gerðist það t.d. að Alejo Vidal-Quadras, varaforseti Evrópusambandsþingsins, lýsti því yfir að breytingatillögu, sem lögð var fram í þinginu, hefði verið hafnað eftir að handauppréttingar höfðu farið fram. Eftir að krafist hafði verið rafrænnar talningar kom í ljós að breytingatillagan hafði þvert á móti verið samþykkt með hvorki meira né minna en 567 atkvæðum gegn 17. Varaformaðurinn skellti skuldinni á þingmennina fyrir að “halda ekki höndunum nógu hátt uppi.” Graham Booth, þingmaður UK Independence Party á Evrópusambandsþinginu, hefur barist fyrir því að allar atkvæðagreiðslur í þinginu fari fram rafrænt í stað handauppréttinga. Í bréfi sem honum barst frá forseta þingsins vegna málsins var þessu hafnað á þeim forsendum að það myndi taka allt of langan tíma að telja atkvæðin sem aftur gæti leitt til þess að þingmenn kæmust ekki í tæka tíð út á flugvöll eða það sem verra væri, þeir gætu í ofanálag misst af hádegisverðarhléum sínum. Höfundur er sagnfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem þing Evrópusambandsins hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir er sú staðreynd að það starfar nánast algerlega án nokkurrar ábyrgðar. Meira en 80% af atkvæðagreiðslunum í þinginu fara fram með handauppréttingum og fyrir vikið er í þeim tilfellum hvergi skráð hvernig hver og einn þingmaður greiðir atkvæði. Þetta þýðir að kjósendur hafa í raun enga hugmynd um það hvað þeir 785 þingmenn sem sæti eiga á þinginu hafa gert og hvað ekki og hafa því afskaplega takmarkaða möguleika á að dæma þá eftir verkum þeirra. Gagnsæið er m.ö.o. ekkert að þessu leyti. Rétt er að hafa það í huga að það sem samþykkt er á Evrópusambandsþinginu verður að lagagerðum sem gilda í aðildarríkjum Evrópusambandsins og brot gegn þeim geta leitt til fangelsisvistar og/eða sekta. Þessi lagasetning er að auki yfir lagasetningu aðildarríkjanna sjálfra sett. Það er því vitaskuld gríðarlega mikilvægt að sem nákvæmast sé staðið að atkvæðagreiðslum í þinginu og atkvæðin rétt talin. Sérstaklega þar sem sú staða getur hæglega komið upp að mjótt sé á munum. En er það svo? Þann 10. maí sl. gerðist það t.d. að Alejo Vidal-Quadras, varaforseti Evrópusambandsþingsins, lýsti því yfir að breytingatillögu, sem lögð var fram í þinginu, hefði verið hafnað eftir að handauppréttingar höfðu farið fram. Eftir að krafist hafði verið rafrænnar talningar kom í ljós að breytingatillagan hafði þvert á móti verið samþykkt með hvorki meira né minna en 567 atkvæðum gegn 17. Varaformaðurinn skellti skuldinni á þingmennina fyrir að “halda ekki höndunum nógu hátt uppi.” Graham Booth, þingmaður UK Independence Party á Evrópusambandsþinginu, hefur barist fyrir því að allar atkvæðagreiðslur í þinginu fari fram rafrænt í stað handauppréttinga. Í bréfi sem honum barst frá forseta þingsins vegna málsins var þessu hafnað á þeim forsendum að það myndi taka allt of langan tíma að telja atkvæðin sem aftur gæti leitt til þess að þingmenn kæmust ekki í tæka tíð út á flugvöll eða það sem verra væri, þeir gætu í ofanálag misst af hádegisverðarhléum sínum. Höfundur er sagnfræðinemi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun