Evrópusambandsþingið 18. maí 2007 06:00 Eitt af því sem þing Evrópusambandsins hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir er sú staðreynd að það starfar nánast algerlega án nokkurrar ábyrgðar. Meira en 80% af atkvæðagreiðslunum í þinginu fara fram með handauppréttingum og fyrir vikið er í þeim tilfellum hvergi skráð hvernig hver og einn þingmaður greiðir atkvæði. Þetta þýðir að kjósendur hafa í raun enga hugmynd um það hvað þeir 785 þingmenn sem sæti eiga á þinginu hafa gert og hvað ekki og hafa því afskaplega takmarkaða möguleika á að dæma þá eftir verkum þeirra. Gagnsæið er m.ö.o. ekkert að þessu leyti. Rétt er að hafa það í huga að það sem samþykkt er á Evrópusambandsþinginu verður að lagagerðum sem gilda í aðildarríkjum Evrópusambandsins og brot gegn þeim geta leitt til fangelsisvistar og/eða sekta. Þessi lagasetning er að auki yfir lagasetningu aðildarríkjanna sjálfra sett. Það er því vitaskuld gríðarlega mikilvægt að sem nákvæmast sé staðið að atkvæðagreiðslum í þinginu og atkvæðin rétt talin. Sérstaklega þar sem sú staða getur hæglega komið upp að mjótt sé á munum. En er það svo? Þann 10. maí sl. gerðist það t.d. að Alejo Vidal-Quadras, varaforseti Evrópusambandsþingsins, lýsti því yfir að breytingatillögu, sem lögð var fram í þinginu, hefði verið hafnað eftir að handauppréttingar höfðu farið fram. Eftir að krafist hafði verið rafrænnar talningar kom í ljós að breytingatillagan hafði þvert á móti verið samþykkt með hvorki meira né minna en 567 atkvæðum gegn 17. Varaformaðurinn skellti skuldinni á þingmennina fyrir að “halda ekki höndunum nógu hátt uppi.” Graham Booth, þingmaður UK Independence Party á Evrópusambandsþinginu, hefur barist fyrir því að allar atkvæðagreiðslur í þinginu fari fram rafrænt í stað handauppréttinga. Í bréfi sem honum barst frá forseta þingsins vegna málsins var þessu hafnað á þeim forsendum að það myndi taka allt of langan tíma að telja atkvæðin sem aftur gæti leitt til þess að þingmenn kæmust ekki í tæka tíð út á flugvöll eða það sem verra væri, þeir gætu í ofanálag misst af hádegisverðarhléum sínum. Höfundur er sagnfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem þing Evrópusambandsins hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir er sú staðreynd að það starfar nánast algerlega án nokkurrar ábyrgðar. Meira en 80% af atkvæðagreiðslunum í þinginu fara fram með handauppréttingum og fyrir vikið er í þeim tilfellum hvergi skráð hvernig hver og einn þingmaður greiðir atkvæði. Þetta þýðir að kjósendur hafa í raun enga hugmynd um það hvað þeir 785 þingmenn sem sæti eiga á þinginu hafa gert og hvað ekki og hafa því afskaplega takmarkaða möguleika á að dæma þá eftir verkum þeirra. Gagnsæið er m.ö.o. ekkert að þessu leyti. Rétt er að hafa það í huga að það sem samþykkt er á Evrópusambandsþinginu verður að lagagerðum sem gilda í aðildarríkjum Evrópusambandsins og brot gegn þeim geta leitt til fangelsisvistar og/eða sekta. Þessi lagasetning er að auki yfir lagasetningu aðildarríkjanna sjálfra sett. Það er því vitaskuld gríðarlega mikilvægt að sem nákvæmast sé staðið að atkvæðagreiðslum í þinginu og atkvæðin rétt talin. Sérstaklega þar sem sú staða getur hæglega komið upp að mjótt sé á munum. En er það svo? Þann 10. maí sl. gerðist það t.d. að Alejo Vidal-Quadras, varaforseti Evrópusambandsþingsins, lýsti því yfir að breytingatillögu, sem lögð var fram í þinginu, hefði verið hafnað eftir að handauppréttingar höfðu farið fram. Eftir að krafist hafði verið rafrænnar talningar kom í ljós að breytingatillagan hafði þvert á móti verið samþykkt með hvorki meira né minna en 567 atkvæðum gegn 17. Varaformaðurinn skellti skuldinni á þingmennina fyrir að “halda ekki höndunum nógu hátt uppi.” Graham Booth, þingmaður UK Independence Party á Evrópusambandsþinginu, hefur barist fyrir því að allar atkvæðagreiðslur í þinginu fari fram rafrænt í stað handauppréttinga. Í bréfi sem honum barst frá forseta þingsins vegna málsins var þessu hafnað á þeim forsendum að það myndi taka allt of langan tíma að telja atkvæðin sem aftur gæti leitt til þess að þingmenn kæmust ekki í tæka tíð út á flugvöll eða það sem verra væri, þeir gætu í ofanálag misst af hádegisverðarhléum sínum. Höfundur er sagnfræðinemi.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun