Til helvítis með Palestínu! 18. maí 2007 06:00 Í ár verða 40 ár liðin síðan Ísraelsher hertók Vesturbakkann og Gaza og lagði þar með undir sig síðustu svæði Palestínu. Þótt lítill árangur hafi náðst í frelsisbaráttu Palestínumanna síðan þá hafa íbúar herteknu svæðanna þó náð þeim rétti að fá að kjósa fulltrúa sína í lýðræðislegum kosningum. Eða svo leit að minnsta kosti út fyrir, þar til íbúarnir kusu annað en ríkisstjórnir Ísraels og ýmissa Vesturlanda, þar á meðal Íslands, töldu ákjósanlegt. Rúmt ár er nú liðið síðan Fatah missti meirihluta sinn í hnífjöfnum þingkosningunum í Palestínu. Íbúarnir völdu breytingu og Hamas-samtökin höfðu betur. Úrslitin voru ríkisstjórn Ísraels ekki að skapi og Bandaríkjastjórn hafði að engu yfirlýst markmið sitt um að styðja við lýðræði í Mið-Austurlöndum og neitaði að viðurkenna hina nýju stjórn. Skipti þar engu þótt íbúar herteknu svæðanna hafi gert Palestínu að eitt af örfáum lýðræðisríkjum Mið-Austurlanda. Lýðræðisríki segi ég – þótt staðreyndin sé sú að Palestína er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki af Ísrael né Bandaríkjunum. Þessi ríki eru því miður ekki ein um það, því við Íslendingar erum á meðal þeirra þjóða sem ekki viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Stefna íslenskra stjórnvalda hefur þó verið að „viðurkenna beri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar“, eins og segir í ályktun Alþingis frá árinu 1989. En þessi sjálfsákvörðunarréttur er greinilega vandmeðfarinn, því undanfarið höfum við tekið þátt í þeim ljóta leik að refsa Palestínumönnum fyrir að kjósa ekki „rétt“ í sínum eigin kosningum. Refsiaðgerðirnar leggjast ofan á það hrikalega ástand sem Palestínumenn búa við; hundruð þúsunda þeirra dúsa í flóttamannabúðum, fjögurra áratuga hernám í landi þeirra varir enn og innbyrðis átök hafa blossað upp. Það eykur auðvitað enn á örvæntinguna í Palestínu að lýðræðislega kjörin stjórn landsins sé sniðgengin. Nú hefur verið mynduð þjóðstjórn í Palestínu sem Hamas, Fatah og fjöldi smærri flokka á aðild að. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur tekið það þarfa og lýðræðislega skref að lýsa því yfir að taka eigi upp eðlileg samskipti við hana. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði hins vegar í kosningaþætti á Stöð 2 að skoða verði „gaumgæfilega“ samskipti Íslendinga við heimastjórn Palestínumanna, um leið og hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann væri „ekkert sérstaklega hrifinn af Hamas-hreyfingunni“. Er Geir að grínast? Telur hann eðlilegt að íslenska ríkisstjórnin sniðgangi lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu vegna þess að í henni séu flokkar sem hann er ekki hrifinn af? Vill Geir ekki bara sjálfur sjá um að raða upp ríkisstjórn Palestínu? Íslenska ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í því að viðurkenna lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu. Strax! Það að refsa Palestínumönnum og sniðganga þjóðstjórnina grefur ekki aðeins undan lýðræðisþróun í Palestínu og Mið-Austurlöndum – heldur eru mjög skýr skilaboð frá Íslandi til íbúa herteknu svæðanna, sem hafa staðið í baráttu fyrir frelsi sínu og mannréttindum í áratugi; til helvítis með Palestínu!Höfundur situr í stjórn félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í ár verða 40 ár liðin síðan Ísraelsher hertók Vesturbakkann og Gaza og lagði þar með undir sig síðustu svæði Palestínu. Þótt lítill árangur hafi náðst í frelsisbaráttu Palestínumanna síðan þá hafa íbúar herteknu svæðanna þó náð þeim rétti að fá að kjósa fulltrúa sína í lýðræðislegum kosningum. Eða svo leit að minnsta kosti út fyrir, þar til íbúarnir kusu annað en ríkisstjórnir Ísraels og ýmissa Vesturlanda, þar á meðal Íslands, töldu ákjósanlegt. Rúmt ár er nú liðið síðan Fatah missti meirihluta sinn í hnífjöfnum þingkosningunum í Palestínu. Íbúarnir völdu breytingu og Hamas-samtökin höfðu betur. Úrslitin voru ríkisstjórn Ísraels ekki að skapi og Bandaríkjastjórn hafði að engu yfirlýst markmið sitt um að styðja við lýðræði í Mið-Austurlöndum og neitaði að viðurkenna hina nýju stjórn. Skipti þar engu þótt íbúar herteknu svæðanna hafi gert Palestínu að eitt af örfáum lýðræðisríkjum Mið-Austurlanda. Lýðræðisríki segi ég – þótt staðreyndin sé sú að Palestína er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki af Ísrael né Bandaríkjunum. Þessi ríki eru því miður ekki ein um það, því við Íslendingar erum á meðal þeirra þjóða sem ekki viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Stefna íslenskra stjórnvalda hefur þó verið að „viðurkenna beri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar“, eins og segir í ályktun Alþingis frá árinu 1989. En þessi sjálfsákvörðunarréttur er greinilega vandmeðfarinn, því undanfarið höfum við tekið þátt í þeim ljóta leik að refsa Palestínumönnum fyrir að kjósa ekki „rétt“ í sínum eigin kosningum. Refsiaðgerðirnar leggjast ofan á það hrikalega ástand sem Palestínumenn búa við; hundruð þúsunda þeirra dúsa í flóttamannabúðum, fjögurra áratuga hernám í landi þeirra varir enn og innbyrðis átök hafa blossað upp. Það eykur auðvitað enn á örvæntinguna í Palestínu að lýðræðislega kjörin stjórn landsins sé sniðgengin. Nú hefur verið mynduð þjóðstjórn í Palestínu sem Hamas, Fatah og fjöldi smærri flokka á aðild að. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur tekið það þarfa og lýðræðislega skref að lýsa því yfir að taka eigi upp eðlileg samskipti við hana. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði hins vegar í kosningaþætti á Stöð 2 að skoða verði „gaumgæfilega“ samskipti Íslendinga við heimastjórn Palestínumanna, um leið og hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann væri „ekkert sérstaklega hrifinn af Hamas-hreyfingunni“. Er Geir að grínast? Telur hann eðlilegt að íslenska ríkisstjórnin sniðgangi lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu vegna þess að í henni séu flokkar sem hann er ekki hrifinn af? Vill Geir ekki bara sjálfur sjá um að raða upp ríkisstjórn Palestínu? Íslenska ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í því að viðurkenna lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu. Strax! Það að refsa Palestínumönnum og sniðganga þjóðstjórnina grefur ekki aðeins undan lýðræðisþróun í Palestínu og Mið-Austurlöndum – heldur eru mjög skýr skilaboð frá Íslandi til íbúa herteknu svæðanna, sem hafa staðið í baráttu fyrir frelsi sínu og mannréttindum í áratugi; til helvítis með Palestínu!Höfundur situr í stjórn félagsins Ísland-Palestína.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun