Til helvítis með Palestínu! 18. maí 2007 06:00 Í ár verða 40 ár liðin síðan Ísraelsher hertók Vesturbakkann og Gaza og lagði þar með undir sig síðustu svæði Palestínu. Þótt lítill árangur hafi náðst í frelsisbaráttu Palestínumanna síðan þá hafa íbúar herteknu svæðanna þó náð þeim rétti að fá að kjósa fulltrúa sína í lýðræðislegum kosningum. Eða svo leit að minnsta kosti út fyrir, þar til íbúarnir kusu annað en ríkisstjórnir Ísraels og ýmissa Vesturlanda, þar á meðal Íslands, töldu ákjósanlegt. Rúmt ár er nú liðið síðan Fatah missti meirihluta sinn í hnífjöfnum þingkosningunum í Palestínu. Íbúarnir völdu breytingu og Hamas-samtökin höfðu betur. Úrslitin voru ríkisstjórn Ísraels ekki að skapi og Bandaríkjastjórn hafði að engu yfirlýst markmið sitt um að styðja við lýðræði í Mið-Austurlöndum og neitaði að viðurkenna hina nýju stjórn. Skipti þar engu þótt íbúar herteknu svæðanna hafi gert Palestínu að eitt af örfáum lýðræðisríkjum Mið-Austurlanda. Lýðræðisríki segi ég – þótt staðreyndin sé sú að Palestína er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki af Ísrael né Bandaríkjunum. Þessi ríki eru því miður ekki ein um það, því við Íslendingar erum á meðal þeirra þjóða sem ekki viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Stefna íslenskra stjórnvalda hefur þó verið að „viðurkenna beri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar“, eins og segir í ályktun Alþingis frá árinu 1989. En þessi sjálfsákvörðunarréttur er greinilega vandmeðfarinn, því undanfarið höfum við tekið þátt í þeim ljóta leik að refsa Palestínumönnum fyrir að kjósa ekki „rétt“ í sínum eigin kosningum. Refsiaðgerðirnar leggjast ofan á það hrikalega ástand sem Palestínumenn búa við; hundruð þúsunda þeirra dúsa í flóttamannabúðum, fjögurra áratuga hernám í landi þeirra varir enn og innbyrðis átök hafa blossað upp. Það eykur auðvitað enn á örvæntinguna í Palestínu að lýðræðislega kjörin stjórn landsins sé sniðgengin. Nú hefur verið mynduð þjóðstjórn í Palestínu sem Hamas, Fatah og fjöldi smærri flokka á aðild að. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur tekið það þarfa og lýðræðislega skref að lýsa því yfir að taka eigi upp eðlileg samskipti við hana. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði hins vegar í kosningaþætti á Stöð 2 að skoða verði „gaumgæfilega“ samskipti Íslendinga við heimastjórn Palestínumanna, um leið og hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann væri „ekkert sérstaklega hrifinn af Hamas-hreyfingunni“. Er Geir að grínast? Telur hann eðlilegt að íslenska ríkisstjórnin sniðgangi lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu vegna þess að í henni séu flokkar sem hann er ekki hrifinn af? Vill Geir ekki bara sjálfur sjá um að raða upp ríkisstjórn Palestínu? Íslenska ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í því að viðurkenna lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu. Strax! Það að refsa Palestínumönnum og sniðganga þjóðstjórnina grefur ekki aðeins undan lýðræðisþróun í Palestínu og Mið-Austurlöndum – heldur eru mjög skýr skilaboð frá Íslandi til íbúa herteknu svæðanna, sem hafa staðið í baráttu fyrir frelsi sínu og mannréttindum í áratugi; til helvítis með Palestínu!Höfundur situr í stjórn félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í ár verða 40 ár liðin síðan Ísraelsher hertók Vesturbakkann og Gaza og lagði þar með undir sig síðustu svæði Palestínu. Þótt lítill árangur hafi náðst í frelsisbaráttu Palestínumanna síðan þá hafa íbúar herteknu svæðanna þó náð þeim rétti að fá að kjósa fulltrúa sína í lýðræðislegum kosningum. Eða svo leit að minnsta kosti út fyrir, þar til íbúarnir kusu annað en ríkisstjórnir Ísraels og ýmissa Vesturlanda, þar á meðal Íslands, töldu ákjósanlegt. Rúmt ár er nú liðið síðan Fatah missti meirihluta sinn í hnífjöfnum þingkosningunum í Palestínu. Íbúarnir völdu breytingu og Hamas-samtökin höfðu betur. Úrslitin voru ríkisstjórn Ísraels ekki að skapi og Bandaríkjastjórn hafði að engu yfirlýst markmið sitt um að styðja við lýðræði í Mið-Austurlöndum og neitaði að viðurkenna hina nýju stjórn. Skipti þar engu þótt íbúar herteknu svæðanna hafi gert Palestínu að eitt af örfáum lýðræðisríkjum Mið-Austurlanda. Lýðræðisríki segi ég – þótt staðreyndin sé sú að Palestína er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki af Ísrael né Bandaríkjunum. Þessi ríki eru því miður ekki ein um það, því við Íslendingar erum á meðal þeirra þjóða sem ekki viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Stefna íslenskra stjórnvalda hefur þó verið að „viðurkenna beri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar“, eins og segir í ályktun Alþingis frá árinu 1989. En þessi sjálfsákvörðunarréttur er greinilega vandmeðfarinn, því undanfarið höfum við tekið þátt í þeim ljóta leik að refsa Palestínumönnum fyrir að kjósa ekki „rétt“ í sínum eigin kosningum. Refsiaðgerðirnar leggjast ofan á það hrikalega ástand sem Palestínumenn búa við; hundruð þúsunda þeirra dúsa í flóttamannabúðum, fjögurra áratuga hernám í landi þeirra varir enn og innbyrðis átök hafa blossað upp. Það eykur auðvitað enn á örvæntinguna í Palestínu að lýðræðislega kjörin stjórn landsins sé sniðgengin. Nú hefur verið mynduð þjóðstjórn í Palestínu sem Hamas, Fatah og fjöldi smærri flokka á aðild að. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur tekið það þarfa og lýðræðislega skref að lýsa því yfir að taka eigi upp eðlileg samskipti við hana. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði hins vegar í kosningaþætti á Stöð 2 að skoða verði „gaumgæfilega“ samskipti Íslendinga við heimastjórn Palestínumanna, um leið og hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann væri „ekkert sérstaklega hrifinn af Hamas-hreyfingunni“. Er Geir að grínast? Telur hann eðlilegt að íslenska ríkisstjórnin sniðgangi lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu vegna þess að í henni séu flokkar sem hann er ekki hrifinn af? Vill Geir ekki bara sjálfur sjá um að raða upp ríkisstjórn Palestínu? Íslenska ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í því að viðurkenna lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu. Strax! Það að refsa Palestínumönnum og sniðganga þjóðstjórnina grefur ekki aðeins undan lýðræðisþróun í Palestínu og Mið-Austurlöndum – heldur eru mjög skýr skilaboð frá Íslandi til íbúa herteknu svæðanna, sem hafa staðið í baráttu fyrir frelsi sínu og mannréttindum í áratugi; til helvítis með Palestínu!Höfundur situr í stjórn félagsins Ísland-Palestína.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun