Lalla-auglýsingar enn í deiglunni 16. maí 2007 14:00 Ingólfur Hjörleifsson segir það ekki svo að SÍA hafi blessað auglýsingarnar með Lalla Johns. „Til að fyrirbyggja allan misskilning er rétt að fram komi að SÍA - samband íslenskra auglýsingastofa - kemur aldrei að starfsemi auglýsingastofa. Og blessar ekki auglýsingar," segir Ingólfur Hjörleifsson, framkvæmdastjóri SÍA. Auglýsing Öryggismiðstöðvarinnar með Lalla Johns í aðalhlutverki er umdeild - að margra mati á mörkum hins siðlega - en höfðað er til þess að menn séu ekki öruggir þegar menn eins og Lalli eru annars vegar. Í frétt Fréttablaðsins um hana í gær kom fram í máli Eiríks Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra auglýsingastofunnar Himins og hafs, að SÍA auk aðstandenda Lalla hefði lagt blessun sína yfir auglýsingarnar. Eiríkur segist hafa rætt málið við Ingólf og óheppilegt sé að orða þetta með þeim hætti. Eiríkur segir að verið sé að höfða til forvarnagildis og segir viðbrögð flestra jákvæð. Eiríkur Aðalsteinsson Stofa hans, Himinn og haf, er sú sem á heiðurinn af Lalla-auglýsingunni fyrir Öryggismiðstöðina.„Neinei, Ingólfur blessar ekki auglýsingar. En við sýndum honum hvernig við vorum að vinna þetta til að athuga hvort auglýsingarnar væru ekki innan þeirrar stefnu sem SÍA markar. Þar eru ákveðnar siðareglur sem við viljum alls ekki brjóta," segir Eiríkur. En tekur fram að ekki sé svo að SÍA ritskoði auglýsingar, hvorki sinnar stofu né annarra, og því ekki um að ræða, í þeim skilningi að auglýsingarnar hafi verið bornar undir Ingólf í þeim tilgangi að fá blessun hans. Ingólfur segir enda samtökin ekki hafa neitt slíkt umboð. En hjá þeim sé hins vegar að finna siðanefnd en þangað má kvarta undan auglýsingum sem mönnum þykir orka tvímælis. Sú siðanefnd er skipuð tveimur frá auglýsingastofum innan sambandsins, einum frá Neytendastofu, einum frá Viðskiptaráði Íslands og einum frá samtökum auglýsenda. „Nei, okkur hefur ekki borist kvörtun vegna þessarar auglýsingar," segir Ingólfur. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Til að fyrirbyggja allan misskilning er rétt að fram komi að SÍA - samband íslenskra auglýsingastofa - kemur aldrei að starfsemi auglýsingastofa. Og blessar ekki auglýsingar," segir Ingólfur Hjörleifsson, framkvæmdastjóri SÍA. Auglýsing Öryggismiðstöðvarinnar með Lalla Johns í aðalhlutverki er umdeild - að margra mati á mörkum hins siðlega - en höfðað er til þess að menn séu ekki öruggir þegar menn eins og Lalli eru annars vegar. Í frétt Fréttablaðsins um hana í gær kom fram í máli Eiríks Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra auglýsingastofunnar Himins og hafs, að SÍA auk aðstandenda Lalla hefði lagt blessun sína yfir auglýsingarnar. Eiríkur segist hafa rætt málið við Ingólf og óheppilegt sé að orða þetta með þeim hætti. Eiríkur segir að verið sé að höfða til forvarnagildis og segir viðbrögð flestra jákvæð. Eiríkur Aðalsteinsson Stofa hans, Himinn og haf, er sú sem á heiðurinn af Lalla-auglýsingunni fyrir Öryggismiðstöðina.„Neinei, Ingólfur blessar ekki auglýsingar. En við sýndum honum hvernig við vorum að vinna þetta til að athuga hvort auglýsingarnar væru ekki innan þeirrar stefnu sem SÍA markar. Þar eru ákveðnar siðareglur sem við viljum alls ekki brjóta," segir Eiríkur. En tekur fram að ekki sé svo að SÍA ritskoði auglýsingar, hvorki sinnar stofu né annarra, og því ekki um að ræða, í þeim skilningi að auglýsingarnar hafi verið bornar undir Ingólf í þeim tilgangi að fá blessun hans. Ingólfur segir enda samtökin ekki hafa neitt slíkt umboð. En hjá þeim sé hins vegar að finna siðanefnd en þangað má kvarta undan auglýsingum sem mönnum þykir orka tvímælis. Sú siðanefnd er skipuð tveimur frá auglýsingastofum innan sambandsins, einum frá Neytendastofu, einum frá Viðskiptaráði Íslands og einum frá samtökum auglýsenda. „Nei, okkur hefur ekki borist kvörtun vegna þessarar auglýsingar," segir Ingólfur.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira