Lífið

Lopez hótað fyrir loðfeldi

Lopez  hefur verið hótað lífláti ef hún láti ekki af loðfeldanotkun sinni.
Lopez hefur verið hótað lífláti ef hún láti ekki af loðfeldanotkun sinni.

Söng-og leikkonan Jennifer Lopez hefur hert alla öryggisgæslu í kringum sig eftir að henni bárust morðhótanir. Er talið að þær megi reki til dýraverndunarsinna en Lopez þykir fátt jafn notalegt og að klæðast loðfeldi.

„Jen er dauðskelfd,“ sagði heimildarmaður News of the World sem greindi frá þessu á sunnudaginn. „Sá sem hefur hótað henni lífláti krefst þess að hún hætti að ganga um í klæðum úr dýraskinni,“ bætir heimildarmaðurinn við. „Og bréfin voru send beint heim til hennar til að hræða hana enn meira.“

Samkvæmt blaðinu mun eiginmaður Jennifer Lopez, Marc Anthony, hafa aukið allt öryggiseftirlit og er Jennifer nú gætt allan sólarhringinn. Lopez hefur margoft verið gagnrýnd fyrir loðfeldanotkun sína af PETA. Samtökin tóku sig meðal annars til og mótmæltu við frumsýningu kvikmyndar leikkonunnar, Monster in Law, enda telja þeir Lopez vera ábyrga fyrir því að loðfeldir og fatnaður úr skinni séu að verða vinsælir að nýju í Bandaríkjunum. Aðrar stjörnur sem hafa fengið á baukinn hjá PETA fyrir að klæðast slíkum fatnaði eru meðal annarra Beyonce, Kate Moss og Keira Knightley.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.