Lífið

Hagaskólanemendur hittast

Endurfundir gamalla Hagaskólanemenda
Guðjón B. Hilmarsson og Ólafur Jóhannsson skipuleggja endurfundi nemenda úr Hagaskóla.
Endurfundir gamalla Hagaskólanemenda Guðjón B. Hilmarsson og Ólafur Jóhannsson skipuleggja endurfundi nemenda úr Hagaskóla. MYND/Valli

„Þetta hefur ekki verið gert í fimmtán ár og við ætlum núna að bjóða fimmtán árgöngum, öllum sem voru í Hagaskóla á árunum 1950 til 1965,“ segir Ólafur Jóhannsson sem stendur fyrir „Re-unioni“ gamalla Hagaskólanema ásamt Guðjóni B. Hilmarssyni. „Það verða tvær gamlar skólahljómsveitir að spila, Sweet Dreams og Cogito, þetta verður mjög skemmtileg veisla.“

Ólafur og Guðjón komu báðir að tónlistar- og skemmtanalífinu á þessum árum. Guðjón trommar einmitt í báðum hljómsveitunum sem spila um kvöldið.

 

Bekkjarmynd - 3.H úr Hagaskóla árgangur ´54 Hér má meðal annars þekkja Gunnlaug Guðmundsson stjörnuspeking, Ernu Einarsdóttur, sviðsstjóra starfsmannasviðs Landspítalans. Helgu Bragadóttur arkitekt, Guðmund Gíslason hjá Fangelsismálastofnun og Maríu Guðmundsdóttur upplýsinga og fræðslufulltrúa samtaka ferðaþjónustunnar.

Margir sem hafa síðar orðið þjóðþekktir Íslendingar gengu í Hagaskóla á þessum árum. Meðal þeirra eru Bogi Ágústsson fréttamaður, sem verður ræðumaður kvöldsins, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, stórsöngkona, Davíð Oddsson Seðlabankastjóri og Eggert Þorleifsson leikari.

„Við munum standa fyrir ýmsum óvæntum uppákomum í tengslum við þetta í vikunni en það er allt saman leyndarmál enn sem komið er. Gamilr kennarar munu líka mæta á svæðið.“

Veislan verður haldin daginn fyrir uppstigningardag, á miðvikudag, í Félagsheimili Seltjarnarness. Ekki verður beðið um nafnskírteini við innganginn og Ólafur hvetur alla gamla Hagaskólanema til að mæta. Miðasala fer fram í Blómagalleríinu á Hagamel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.