Lífið

Lindsay Lohan fækkar fötum

Hin tvítuga Lindsay Lohan leikur fatafellu í væntanlegri mynd sinni.
Hin tvítuga Lindsay Lohan leikur fatafellu í væntanlegri mynd sinni. MYND/Getty

Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan lofar því að hún sýni meira af líkama sínum en nokkru sinni áður í nýrri mynd sinni.

Lindsay Lohan hefur verið á allra vörum síðustu vikur og mánuði vegna ofdrykkju og eiturlyfjaneyslu. Nú vill hún snúa við blaðinu og minna á að hún sé líka frambærileg leikkona. Í nýrri mynd sinni leikur Lindsay fatafellu.

Ný mynd Lindsay heitir Ég veit hver myrti mig og verður frumsýnd í lok júlí. Þar leikur Lindsay fatafellu á súlustað. Persóna hennar er pyntuð og lappir hennar höggnar af.

„Það er alveg klárt að þið fáið að sjá miklu meira af mér en nokkru sinni áður,“ sagði Lindsay í viðtali við David Letterman. Lengi hafa aðdáendur hennar beðið þess að hún kastaði ímynd saklausu stúlkunnar í kvikmyndum sínum; að Lindsay myndi leika persónu sem líkist henni sjálfri. Í nýju myndinni segist Lindsay ganga lengra en hún hefur nokkru sinni gert. „Þetta er mjög myrk og hrollvekjandi mynd, mjög flott,“ segir hún.

Hin tvítuga Lindsay segir að þó hún skemmti sér vel og mikið vinni hún líka mikið. Draumurinn sé að vinna til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. „Mig langar að vera tilnefnd, alla vega. Það væri ekki slæmt að vera þekkt fyrir eitthvað annað og meira en að skemmta mér mikið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.