Lífið

Drew verður sendiherra

Drew Barrymore var gerð að sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum.
Drew Barrymore var gerð að sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum.

Leikkonan Drew Barrymore hefur verið gerð að sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Mun hún einbeita sér að því að berjast gegn hungri. Fetar hún þar með í fótspor þekktra nafna á borð við Angelina Jolie, George Clooney, Michael Douglas og Geri Halliwell.

„Þetta er mikill heiður og ég tek þessari áskorun og mikilvægu stöðu af mikilli auðmýkt,“ sagði Barrymore. „Ég get ekki hugsað mér neitt mikilvægara en að reyna að koma í veg fyrir hungursneyð á meðal barna.“ Á meðal þekktustu mynda Barrymore í gegnum tíðina eru Charlie"s Angels og E.T.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.