Lífið

Timberlake opnar sig um Britney

Parið í febrúar 2002
Parið í febrúar 2002 MYND/Getty

Söngvarinn Justin Timberleake hefur rofið þögnina um fyrrum kærustu sína Britney Spears. Síðan þau hættu saman árið 2002 hefur hann lítið tjáð sig um samband þeirra. Nýlega kom hann fram hjá í spjallþætti Opruh Winfrey og féllst á að svara nokkrum spurningum um Spears sem ekki hefur átt sjö dagana sæla að undanförnu.

„Satt að segja þá hef ég ekki talað við hana í mörg ár. Það er þó ekkert illt á milli okkar og ég ber ekkert nema ást til hennar. Mér finnst hún frábær persónuleiki. Ég þekki hana ekki eins vel og ég gerði en ég veit að hún er hjartahlý."

Í viðtalinu viðurkenndi söngvarinn einnig að vera kominn aftur á fast en hann var lengi með leikkonunni Cameron Diaz. Hann vildi þó ekki gefa upp nafn hinnar heppnu en talið er næsta víst að hann eigi við leikkonuna Jessicu Biel.

„Það eina sem ég get sagt þér er að hún lyktar eins og blóm," sagði Timberlake við Opruh. „Ég verð frekar rómantískur nálægt henni og þegar ég er á ferðalögum tölum við saman í gegnum tölvuna og ég syng fyrir hana í gegnum vefmyndavél. Það er frábært hvað tækninni hefur fleytt fram."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.