Óvænt uppákoma í brúðkaupi Sóleyjar 9. maí 2007 09:00 Sóley og nýbökuðum eiginmanni hennar, Frey, var komið á óvart í vígslunni þegar vinahópurinn stóð upp og söng fyrir þau. Sóley Kristjánsdóttir, betur þekkt sem DJ Sóley, og unnusti hennar Freyr Frostason gengu í það heilaga um helgina. Í athöfninni sjálfri var brúðhjónunum komið á óvart, þegar vinahópur parsins stóð upp og söng. „Þetta var alveg æðislegt. Ég táraðist alveg, mér brá svo,“ sagði Sóley, sem var á leiðinni í sprautu hjá lækni vegna yfirvofandi brúðkaupsferðar til stranda Indlandshafs þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Magnús Jónsson, þekktur sem Maggi Jóns og oft á tíðum kenndur við Gus Gus, er vinur brúðhjónanna. Hann söng fyrir hjónakornin lag sem hann samdi fyrir Silfurtóna á sínum tíma. „Það var ekki óvænt, það var alltaf planið að hann myndi syngja. Hann breytti bara textanum svo hann passaði betur við okkur,“ útskýrði Sóley. „En svo stóðu þrjátíu manns upp og sungu bakraddir með honum. Strákarnir öðru megin og stelpurnar hinum megin. Það var ótrúlega flott,“ sagði hún. Sóley segir uppátækið hafa slegið þau dálítið út af laginu, en kveðst þó mæla með óvæntum uppákomum af þessu tagi. „Athöfnin endaði á þessu og allir komust í brjálað stuð fyrir veisluna,“ sagði hún. „Þetta var alveg geðveikt.“ Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
Sóley Kristjánsdóttir, betur þekkt sem DJ Sóley, og unnusti hennar Freyr Frostason gengu í það heilaga um helgina. Í athöfninni sjálfri var brúðhjónunum komið á óvart, þegar vinahópur parsins stóð upp og söng. „Þetta var alveg æðislegt. Ég táraðist alveg, mér brá svo,“ sagði Sóley, sem var á leiðinni í sprautu hjá lækni vegna yfirvofandi brúðkaupsferðar til stranda Indlandshafs þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Magnús Jónsson, þekktur sem Maggi Jóns og oft á tíðum kenndur við Gus Gus, er vinur brúðhjónanna. Hann söng fyrir hjónakornin lag sem hann samdi fyrir Silfurtóna á sínum tíma. „Það var ekki óvænt, það var alltaf planið að hann myndi syngja. Hann breytti bara textanum svo hann passaði betur við okkur,“ útskýrði Sóley. „En svo stóðu þrjátíu manns upp og sungu bakraddir með honum. Strákarnir öðru megin og stelpurnar hinum megin. Það var ótrúlega flott,“ sagði hún. Sóley segir uppátækið hafa slegið þau dálítið út af laginu, en kveðst þó mæla með óvæntum uppákomum af þessu tagi. „Athöfnin endaði á þessu og allir komust í brjálað stuð fyrir veisluna,“ sagði hún. „Þetta var alveg geðveikt.“
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira