Slegist um rússneskan lax 9. maí 2007 08:00 Einhver umfangsmesti veiðileyfasali Íslands segir enga hættu á að verðin í Yokanga rjúki upp. MYND/GVA „Þeir eru þekktir fyrir að sprengja upp öll verð. Ég er ekki viss um að það verði góður kostur í framtíðinni að fara til Yokanga fyrir hinn almenna veiðimann," segir Hilmar Hansson umboðsmaður veiðiferðaskrifstofunnar Frontiers hér á landi. Hilmar hefur undanfarin ár verið að selja íslenskum stangveiðimönnum ferðir á Kólaskaga í Rússlandi - nánar tiltekið í Yokanga-á. Að sögn Hilmars hefur Frontiers samning við eigendur árinnar til ársins 2008. En nú hefur Lax ehf, Jón Þór Júlíusson og Gísla Ásgeirsson með fulltingi Peter Rippin, gripið inn í og undirritað samning við Yokanga-menn um umboðssölu í ánna. Hilmar segir ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum. „Það á eftir að fara yfir þetta af lögfræðingum. En skrýtið að þeir skuli vilja Yokanga sem þeir hafa talað illa um. Erfitt fyrir þá núna að "presentera" hana. Það mun koma út eins og Ragnar Reykáss sé að selja," segir Hilmar ósáttur við að missa Yokanga en hann hefur lagt talsvert í að kynna þennan kost íslenskum veiðimönnum. „Það er naumast," segir Jón Þór hjá Lax ehf. þegar þessi ummæli eru borin undir hann. Jón Þór hafnar því alfarið að fara í sandkassaleik eins og hann kallar yfirlýsingar Hilmars og neitar að hafa talað illa um Yokanga enda aldrei þangað komið. "Tveir ættingja minna eru að fara í sumar og ég hafði mikinn áhuga á að komast þangað sjálfur. Nei, það er ekki verið að sprengja upp verð á Kólaskaga. Menn þurfa ekki að hafa af því áhyggjur. Eftir sem áður mun íslenskum veiðimönnum bjóðast góðir dagar í Yokanga á sambærilegu verði og verið hefur." Hilmar Hansson þarna í Yokanga með vænan lax. Búinn að selja hátt í hundrað íslenskum stangveiðimönnum ferð í sumar á Kólaskaga. Jón Þór segir þetta til komið í gegnum Peter Rippin og enskt umboðsfyrirtæki sem Lax á hlut í. Og talsvert flóknara sé hvernig veiðiréttur og leyfi í Rússlandi gangi fyrir sig en hér. Lax ehf. er að verða eitthvert umfangsmesta fyrirtæki á Íslandi í sölu laxveiðileyfa og er til dæmis með Laxá í Kjós og Grímsá á sínum snærum... og nú nýlega, Langá í Borgarfirði, þar sem ráðið hefur ríkjum sjálfur Ingvi Hrafn Jónsson. „Allt gert með fullu samþykki Ingva Hrafns. Hann er ekkert hættur í Langá þó við tökum við og hann verður okkur innan handar með allar breytingar." Hilmar er síður en svo búinn að gefa Kólaskaga upp á bátinn þó allt líti út fyrir að Yokanga sé runnin honum og Frontier úr greipum. „Sumarið er vel selt. Við erum einnig með ánna Ponoi sem er flaggskip Frontier á Kólaskaga. Þar geta allir veitt. Vikan gefur að meðaltali 50 laxa. Yokanga er meira fyrir mjög vana veiðimenn," segir Hilmar og upplýsir að hann sé búinn að selja 90 stangveiðimönnum íslenskum ferð á Kólaskagann í sumar. Fyrir það borga menn 300 þúsund auk flugfars til Rússlands. Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
„Þeir eru þekktir fyrir að sprengja upp öll verð. Ég er ekki viss um að það verði góður kostur í framtíðinni að fara til Yokanga fyrir hinn almenna veiðimann," segir Hilmar Hansson umboðsmaður veiðiferðaskrifstofunnar Frontiers hér á landi. Hilmar hefur undanfarin ár verið að selja íslenskum stangveiðimönnum ferðir á Kólaskaga í Rússlandi - nánar tiltekið í Yokanga-á. Að sögn Hilmars hefur Frontiers samning við eigendur árinnar til ársins 2008. En nú hefur Lax ehf, Jón Þór Júlíusson og Gísla Ásgeirsson með fulltingi Peter Rippin, gripið inn í og undirritað samning við Yokanga-menn um umboðssölu í ánna. Hilmar segir ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum. „Það á eftir að fara yfir þetta af lögfræðingum. En skrýtið að þeir skuli vilja Yokanga sem þeir hafa talað illa um. Erfitt fyrir þá núna að "presentera" hana. Það mun koma út eins og Ragnar Reykáss sé að selja," segir Hilmar ósáttur við að missa Yokanga en hann hefur lagt talsvert í að kynna þennan kost íslenskum veiðimönnum. „Það er naumast," segir Jón Þór hjá Lax ehf. þegar þessi ummæli eru borin undir hann. Jón Þór hafnar því alfarið að fara í sandkassaleik eins og hann kallar yfirlýsingar Hilmars og neitar að hafa talað illa um Yokanga enda aldrei þangað komið. "Tveir ættingja minna eru að fara í sumar og ég hafði mikinn áhuga á að komast þangað sjálfur. Nei, það er ekki verið að sprengja upp verð á Kólaskaga. Menn þurfa ekki að hafa af því áhyggjur. Eftir sem áður mun íslenskum veiðimönnum bjóðast góðir dagar í Yokanga á sambærilegu verði og verið hefur." Hilmar Hansson þarna í Yokanga með vænan lax. Búinn að selja hátt í hundrað íslenskum stangveiðimönnum ferð í sumar á Kólaskaga. Jón Þór segir þetta til komið í gegnum Peter Rippin og enskt umboðsfyrirtæki sem Lax á hlut í. Og talsvert flóknara sé hvernig veiðiréttur og leyfi í Rússlandi gangi fyrir sig en hér. Lax ehf. er að verða eitthvert umfangsmesta fyrirtæki á Íslandi í sölu laxveiðileyfa og er til dæmis með Laxá í Kjós og Grímsá á sínum snærum... og nú nýlega, Langá í Borgarfirði, þar sem ráðið hefur ríkjum sjálfur Ingvi Hrafn Jónsson. „Allt gert með fullu samþykki Ingva Hrafns. Hann er ekkert hættur í Langá þó við tökum við og hann verður okkur innan handar með allar breytingar." Hilmar er síður en svo búinn að gefa Kólaskaga upp á bátinn þó allt líti út fyrir að Yokanga sé runnin honum og Frontier úr greipum. „Sumarið er vel selt. Við erum einnig með ánna Ponoi sem er flaggskip Frontier á Kólaskaga. Þar geta allir veitt. Vikan gefur að meðaltali 50 laxa. Yokanga er meira fyrir mjög vana veiðimenn," segir Hilmar og upplýsir að hann sé búinn að selja 90 stangveiðimönnum íslenskum ferð á Kólaskagann í sumar. Fyrir það borga menn 300 þúsund auk flugfars til Rússlands.
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein