Deildarstjóra Miðgarðs svarað 9. maí 2007 06:00 Helgi Viborg, sálfræðingur og deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg, sér ástæðu til að viðra skoðanir sínar á stöðu geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga í Fréttablaðinu 6. maí sl. Tilefnið virðist svör mín við spurningum blaðamanns þessa blaðs sem birtust 23. apríl, um að gera megi ráð fyrir að árlega þurfi 5% barna á sérhæfðri þverfaglegri geðheilbrigðisþjónustu að halda og að slík þjónusta sé í eðli sínu forvarnarstarf. Nauðsynlegt er að upplýsa lesendur um staðreyndir en ég sé ekki ástæðu til að elta ólar við persónulegar skoðanir Helga. Rannsóknir á útbreiðslu geðraskana hjá börnum hér á landi eru fáar en mikilvægar. Þannig kom fram í merkri rannsókn Sigurjóns Björnssonar sálfræðings á 1.100 fimm til fimmtán ára börnum um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar að 18,8% þeirra áttu við alvarlegar sálrænar truflanir að stríða. Rannsókn Helgu Hannesdóttur barnageðlæknis frá árinu 2002 sýndi að útbreiðsla geðrænna einkenna hjá börnum og unglingum hér á landi var svipuð og í Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Loks má nefna nýlega niðurstöðu rannsóknar Barnarannsókna á hópi 317 fimm ára barna sem sýnir um 10% algengi geðraskana í þeim hópi. Frumgreining á vanda barna með hamlandi frávik í hegðun eða líðan ásamt viðeigandi inngripum þarf að fara fram í nærumhverfi þeirra og á vegum þess sveitarfélags sem foreldrarnir greiða sitt útsvar. Það ræðst síðan ekki síður af þeirri faglegu þjónustu sem í boði er en alvarleika vandans hversu stór hluti þessara barna fær sérhæfðari þjónustu en hin 79 sveitarfélög landsins og heilsugæslan er fær um að veita. Má hér nefna biðlista einkarekinnar sérfræðiþjónustu fagaðila, Miðstöðvar heilsuverndar barna og stofnana ríkisins, sérstaklega LSH. Að miða þörf fyrir úrræði við prósentutölur er ein en að ýmsu leyti gölluð leið. Norsk heilbrigðisyfirvöld fóru þá leið í lok síðustu aldar að miða við að 2% barna gætu fengið þverfaglega barnageðlæknisfræðilega þjónustu á ári hverju en hækkuðu síðan viðmiðið í 5%. Frá aldamótum hafa árlega komið til meðferðar á BUGL um fjögur hundruð ný tilfelli barna á aldrinum 5 til 17 ára. Þó flest þessara barna fái úrlausn síns vanda í göngudeildarþjónustu á fáum mánuðum þarf hluti þessa hóps á eftirfylgd deildarinnar að halda til margra ára og einstaka allt upp í tvítugt. Ef heilsugæslan og þjónusta sveitarfélaganna, auk einkareknu sérfræðiþjónustunnar væri öflugri í að taka við málum frá BUGL til eftirfylgdar yrði auðveldara fyrir deildina að taka við nýjum málum og minnka biðlista. Ekki er enn hægt með áreiðanlegum hætti að mæla hversu stóru hlutfalli BUGL sinnir árlega í heild en áætla má hlutfall nýrra mála um 0,6–0,8 % af heildarfjölda barna. Hvort þetta hlutfall á að vera eitt, tvö eða fimm prósent þarf að taka mið af því sem við vitum um útbreiðslu og alvarleika geðraskana barna og þörfinni fyrir þverfaglegum greiningar- og meðferðarúrræðum. Ekki veit ég hvernig þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Miðgarði skilgreinir forvarnarvinnu en get upplýst að slík vinna er grundvallaratriði í barna- og unglingageðlækningum. Forvörnum er ekki eingöngu ætlað að draga úr nýgengi geðraskana heldur einnig að minnka afleiðingar þeirra til skemmri eða lengri tíma hjá þeim sem veikjast. Sýnt hefur verið fram á að á barnsaldri sérstaklega, geta tiltekin meðferðarúrræði, til dæmis lyfjameðferð við ofvirkni (ADHD),verið ábatasöm hvað varðar starfsfærni í námi, jafnaldratengsl og líðan barns og fjölskyldu þess, auk þess að draga úr áhættu á misnotkun vímuefna og afbrotum. Rannsóknir hafa líka sýnt að sum úrræði geta verið gagnslaus eða jafnvel skaðleg og má í því samhengi nefna stofnanavistanir barna sem ekki lúta ströngu faglegu eftirliti. Það er því lykilatriði að geta greint á milli gagnsemi, gagnsleysis og skaðsemi þeirra úrræða sem börnum með geðraskanir kann að bjóðast en til þess þarf faglega þekkingu. Vegna fullyrðinga deildarstjórans um lyfjanotkun barna bendi ég á skýrslu sem Anders Milton og David Eberhard unnu fyrir heilbrigðisráðuneytið á síðasta ári og birt er á vef þess og fjallar meðal annars um notkun lyfja við ADHD hjá börnum hér á landi. Þar segir að lyfjameðferð við ADHD hjá börnum hér á landi sé í samræmi við alþjóðlega faglega þekkingu. Ef deildarstjórinn hefur áhyggjur af ofnotkun lyfja við geðröskunum skjólstæðinga sinna ætti hann að leita með þær áhyggjur til landlæknis sem hefur eftirlit með störfum lækna. Að lokum, í ljósi þekkingar Helga Viborg á starfsemi BUGL, er honum og samstarfsfólki hans í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Miðgarði hér með boðið til kynningar á faglegu starfi deildarinnar við fyrsta hentugleika. Höfundur er yfirlæknir Barna- og unglingageðdeildar LSH (BUGL). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Helgi Viborg, sálfræðingur og deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg, sér ástæðu til að viðra skoðanir sínar á stöðu geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga í Fréttablaðinu 6. maí sl. Tilefnið virðist svör mín við spurningum blaðamanns þessa blaðs sem birtust 23. apríl, um að gera megi ráð fyrir að árlega þurfi 5% barna á sérhæfðri þverfaglegri geðheilbrigðisþjónustu að halda og að slík þjónusta sé í eðli sínu forvarnarstarf. Nauðsynlegt er að upplýsa lesendur um staðreyndir en ég sé ekki ástæðu til að elta ólar við persónulegar skoðanir Helga. Rannsóknir á útbreiðslu geðraskana hjá börnum hér á landi eru fáar en mikilvægar. Þannig kom fram í merkri rannsókn Sigurjóns Björnssonar sálfræðings á 1.100 fimm til fimmtán ára börnum um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar að 18,8% þeirra áttu við alvarlegar sálrænar truflanir að stríða. Rannsókn Helgu Hannesdóttur barnageðlæknis frá árinu 2002 sýndi að útbreiðsla geðrænna einkenna hjá börnum og unglingum hér á landi var svipuð og í Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Loks má nefna nýlega niðurstöðu rannsóknar Barnarannsókna á hópi 317 fimm ára barna sem sýnir um 10% algengi geðraskana í þeim hópi. Frumgreining á vanda barna með hamlandi frávik í hegðun eða líðan ásamt viðeigandi inngripum þarf að fara fram í nærumhverfi þeirra og á vegum þess sveitarfélags sem foreldrarnir greiða sitt útsvar. Það ræðst síðan ekki síður af þeirri faglegu þjónustu sem í boði er en alvarleika vandans hversu stór hluti þessara barna fær sérhæfðari þjónustu en hin 79 sveitarfélög landsins og heilsugæslan er fær um að veita. Má hér nefna biðlista einkarekinnar sérfræðiþjónustu fagaðila, Miðstöðvar heilsuverndar barna og stofnana ríkisins, sérstaklega LSH. Að miða þörf fyrir úrræði við prósentutölur er ein en að ýmsu leyti gölluð leið. Norsk heilbrigðisyfirvöld fóru þá leið í lok síðustu aldar að miða við að 2% barna gætu fengið þverfaglega barnageðlæknisfræðilega þjónustu á ári hverju en hækkuðu síðan viðmiðið í 5%. Frá aldamótum hafa árlega komið til meðferðar á BUGL um fjögur hundruð ný tilfelli barna á aldrinum 5 til 17 ára. Þó flest þessara barna fái úrlausn síns vanda í göngudeildarþjónustu á fáum mánuðum þarf hluti þessa hóps á eftirfylgd deildarinnar að halda til margra ára og einstaka allt upp í tvítugt. Ef heilsugæslan og þjónusta sveitarfélaganna, auk einkareknu sérfræðiþjónustunnar væri öflugri í að taka við málum frá BUGL til eftirfylgdar yrði auðveldara fyrir deildina að taka við nýjum málum og minnka biðlista. Ekki er enn hægt með áreiðanlegum hætti að mæla hversu stóru hlutfalli BUGL sinnir árlega í heild en áætla má hlutfall nýrra mála um 0,6–0,8 % af heildarfjölda barna. Hvort þetta hlutfall á að vera eitt, tvö eða fimm prósent þarf að taka mið af því sem við vitum um útbreiðslu og alvarleika geðraskana barna og þörfinni fyrir þverfaglegum greiningar- og meðferðarúrræðum. Ekki veit ég hvernig þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Miðgarði skilgreinir forvarnarvinnu en get upplýst að slík vinna er grundvallaratriði í barna- og unglingageðlækningum. Forvörnum er ekki eingöngu ætlað að draga úr nýgengi geðraskana heldur einnig að minnka afleiðingar þeirra til skemmri eða lengri tíma hjá þeim sem veikjast. Sýnt hefur verið fram á að á barnsaldri sérstaklega, geta tiltekin meðferðarúrræði, til dæmis lyfjameðferð við ofvirkni (ADHD),verið ábatasöm hvað varðar starfsfærni í námi, jafnaldratengsl og líðan barns og fjölskyldu þess, auk þess að draga úr áhættu á misnotkun vímuefna og afbrotum. Rannsóknir hafa líka sýnt að sum úrræði geta verið gagnslaus eða jafnvel skaðleg og má í því samhengi nefna stofnanavistanir barna sem ekki lúta ströngu faglegu eftirliti. Það er því lykilatriði að geta greint á milli gagnsemi, gagnsleysis og skaðsemi þeirra úrræða sem börnum með geðraskanir kann að bjóðast en til þess þarf faglega þekkingu. Vegna fullyrðinga deildarstjórans um lyfjanotkun barna bendi ég á skýrslu sem Anders Milton og David Eberhard unnu fyrir heilbrigðisráðuneytið á síðasta ári og birt er á vef þess og fjallar meðal annars um notkun lyfja við ADHD hjá börnum hér á landi. Þar segir að lyfjameðferð við ADHD hjá börnum hér á landi sé í samræmi við alþjóðlega faglega þekkingu. Ef deildarstjórinn hefur áhyggjur af ofnotkun lyfja við geðröskunum skjólstæðinga sinna ætti hann að leita með þær áhyggjur til landlæknis sem hefur eftirlit með störfum lækna. Að lokum, í ljósi þekkingar Helga Viborg á starfsemi BUGL, er honum og samstarfsfólki hans í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Miðgarði hér með boðið til kynningar á faglegu starfi deildarinnar við fyrsta hentugleika. Höfundur er yfirlæknir Barna- og unglingageðdeildar LSH (BUGL).
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar